Pétur og Arnar verða áfram á Króknum | „Fór heitur í viðtal og missti þetta út úr mér“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 28. apríl 2018 23:10 Sigtryggur Arnar Björnsson var frábær í kvöld vísir/bára Sigtryggur Arnar Björnsson átti framúrskarandi leik í liði Tindastóls sem beið lægri hlut gegn KR í fjórða leik úrslitaeinvígisins í Domino’s deild karla, 89-73, og tapaði einvíginu 3-1. Sigtryggur skoraði 27 stig og var besti maður gestanna þrátt fyrir að hafa endað leikinn með fimm villur. „Þeir voru bara góðir. Ég mætti loksins til leiks, var ekki búinn að eiga góðan leik í þessari seríu og langaði í einn góðan leik og gerði mitt besta,“ sagði Sigtryggur Arnar eftir leikinn. Sigtryggur sýndi frammistöðu sem hæfði leikmanni í sigurliði og sagðist ætla að gera það á næsta ári. „Ég fer ekki neitt, ég segi bara eins og Sverrir Bergmann: Ég fer ekki neitt.“ Stólarnir náðu leiknum niður í þrjú stig en misstu hann svo frá sér fljótlega aftur. Þeir virtust ekki andlega tilbúnir og tók Sigtryggur undir það. „Við áttum endurkomu í byrjun þriðja og það leit allt út fyrir jafnan leik en svo komu þeir með tvær, þrjár körfur og þá brotnuðum við,“ sagði Sigtryggur Arnar. Sigtryggur og Pétur Rúnar Birgisson hafa verið tvær stærstu stjörnur Tindastóls í vetur og eru með bestu bakvörðum deildarinnar. Pétur Rúnar lét hafa eftir sér óheppileg ummæli eftir síðasta leik varðandi Brynjar Þór Björnsson sem fóru eins og eldur í sinu um samfélagið. Hann sagði það ekki hafa spilað inn í í kvöld. „Þau höfðu ekki áhrif á mig. Ég fór í viðtal og var svolítið heitur fyrir viðtalið. Var spurður út í þetta og missti þetta út úr mér. Þó maður tali af sér í einu viðtali, maður á ekki að láta það hafa áhrif á sig.“ „Eftir fyrstu mínútuna og 10 sekúndurnar þá erum við bara allt of flatir og leyfum þeim að fá þetta þægilega forskot sem er erfitt að brjóta aftur upp.“ Þegar Stólarnir höfðu komið til baka í þriðja leikhluta þá fékk Pétur Rúnar dæmda óíþróttamannslega villu sem var hluti af því að brjóta liðið á bak aftur og var vendipunktur í leiknum. „Persónulega fannst mér það pínu veikt, en ekkert hægt að setja út á dómarana samt, þeir dæmdu leikinn mjög vel. Mjög erfitt að dæma leik í svona aðstæðum og þeir komu sér vel út úr þessu.“ Pétur Rúnar er aðeins 22 ára gamall og átti frábært tímabil. Verður hann í liði Tindastóls áfram á næsta ári? „Já, ég verð áfram. Við ætlum að gera betur á næsta ári.“ Tindastóll er bikarmeistari, verða það þá tveir titlar á næsta ári? „Já,“ sagði boginn en ekki brotinn Pétur Rúnar Birgisson. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Pétur um Brynjar: Hann á stundum ekkert erindi inn á körfuboltavöll Pétur Rúnar Birgisson var ósáttur við spilamennsku Brynjars Þórs Björnssonar í leik Tindastóls og KR í gær. Hann sakar Brynjar Þór um grófa spilamennsku. 26. apríl 2018 08:00 Þetta er atvikið sem reitti Pétur til reiði Pétur Rúnar Birgisson var ósáttur við Brynjar Þór Björnsson eftir leik Tindastóls og KR í lokaúrslitum Domino's-deildar karla í gær. 26. apríl 2018 13:30 Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Sigtryggur Arnar Björnsson átti framúrskarandi leik í liði Tindastóls sem beið lægri hlut gegn KR í fjórða leik úrslitaeinvígisins í Domino’s deild karla, 89-73, og tapaði einvíginu 3-1. Sigtryggur skoraði 27 stig og var besti maður gestanna þrátt fyrir að hafa endað leikinn með fimm villur. „Þeir voru bara góðir. Ég mætti loksins til leiks, var ekki búinn að eiga góðan leik í þessari seríu og langaði í einn góðan leik og gerði mitt besta,“ sagði Sigtryggur Arnar eftir leikinn. Sigtryggur sýndi frammistöðu sem hæfði leikmanni í sigurliði og sagðist ætla að gera það á næsta ári. „Ég fer ekki neitt, ég segi bara eins og Sverrir Bergmann: Ég fer ekki neitt.“ Stólarnir náðu leiknum niður í þrjú stig en misstu hann svo frá sér fljótlega aftur. Þeir virtust ekki andlega tilbúnir og tók Sigtryggur undir það. „Við áttum endurkomu í byrjun þriðja og það leit allt út fyrir jafnan leik en svo komu þeir með tvær, þrjár körfur og þá brotnuðum við,“ sagði Sigtryggur Arnar. Sigtryggur og Pétur Rúnar Birgisson hafa verið tvær stærstu stjörnur Tindastóls í vetur og eru með bestu bakvörðum deildarinnar. Pétur Rúnar lét hafa eftir sér óheppileg ummæli eftir síðasta leik varðandi Brynjar Þór Björnsson sem fóru eins og eldur í sinu um samfélagið. Hann sagði það ekki hafa spilað inn í í kvöld. „Þau höfðu ekki áhrif á mig. Ég fór í viðtal og var svolítið heitur fyrir viðtalið. Var spurður út í þetta og missti þetta út úr mér. Þó maður tali af sér í einu viðtali, maður á ekki að láta það hafa áhrif á sig.“ „Eftir fyrstu mínútuna og 10 sekúndurnar þá erum við bara allt of flatir og leyfum þeim að fá þetta þægilega forskot sem er erfitt að brjóta aftur upp.“ Þegar Stólarnir höfðu komið til baka í þriðja leikhluta þá fékk Pétur Rúnar dæmda óíþróttamannslega villu sem var hluti af því að brjóta liðið á bak aftur og var vendipunktur í leiknum. „Persónulega fannst mér það pínu veikt, en ekkert hægt að setja út á dómarana samt, þeir dæmdu leikinn mjög vel. Mjög erfitt að dæma leik í svona aðstæðum og þeir komu sér vel út úr þessu.“ Pétur Rúnar er aðeins 22 ára gamall og átti frábært tímabil. Verður hann í liði Tindastóls áfram á næsta ári? „Já, ég verð áfram. Við ætlum að gera betur á næsta ári.“ Tindastóll er bikarmeistari, verða það þá tveir titlar á næsta ári? „Já,“ sagði boginn en ekki brotinn Pétur Rúnar Birgisson.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Pétur um Brynjar: Hann á stundum ekkert erindi inn á körfuboltavöll Pétur Rúnar Birgisson var ósáttur við spilamennsku Brynjars Þórs Björnssonar í leik Tindastóls og KR í gær. Hann sakar Brynjar Þór um grófa spilamennsku. 26. apríl 2018 08:00 Þetta er atvikið sem reitti Pétur til reiði Pétur Rúnar Birgisson var ósáttur við Brynjar Þór Björnsson eftir leik Tindastóls og KR í lokaúrslitum Domino's-deildar karla í gær. 26. apríl 2018 13:30 Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Pétur um Brynjar: Hann á stundum ekkert erindi inn á körfuboltavöll Pétur Rúnar Birgisson var ósáttur við spilamennsku Brynjars Þórs Björnssonar í leik Tindastóls og KR í gær. Hann sakar Brynjar Þór um grófa spilamennsku. 26. apríl 2018 08:00
Þetta er atvikið sem reitti Pétur til reiði Pétur Rúnar Birgisson var ósáttur við Brynjar Þór Björnsson eftir leik Tindastóls og KR í lokaúrslitum Domino's-deildar karla í gær. 26. apríl 2018 13:30