Pétur og Arnar verða áfram á Króknum | „Fór heitur í viðtal og missti þetta út úr mér“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 28. apríl 2018 23:10 Sigtryggur Arnar Björnsson var frábær í kvöld vísir/bára Sigtryggur Arnar Björnsson átti framúrskarandi leik í liði Tindastóls sem beið lægri hlut gegn KR í fjórða leik úrslitaeinvígisins í Domino’s deild karla, 89-73, og tapaði einvíginu 3-1. Sigtryggur skoraði 27 stig og var besti maður gestanna þrátt fyrir að hafa endað leikinn með fimm villur. „Þeir voru bara góðir. Ég mætti loksins til leiks, var ekki búinn að eiga góðan leik í þessari seríu og langaði í einn góðan leik og gerði mitt besta,“ sagði Sigtryggur Arnar eftir leikinn. Sigtryggur sýndi frammistöðu sem hæfði leikmanni í sigurliði og sagðist ætla að gera það á næsta ári. „Ég fer ekki neitt, ég segi bara eins og Sverrir Bergmann: Ég fer ekki neitt.“ Stólarnir náðu leiknum niður í þrjú stig en misstu hann svo frá sér fljótlega aftur. Þeir virtust ekki andlega tilbúnir og tók Sigtryggur undir það. „Við áttum endurkomu í byrjun þriðja og það leit allt út fyrir jafnan leik en svo komu þeir með tvær, þrjár körfur og þá brotnuðum við,“ sagði Sigtryggur Arnar. Sigtryggur og Pétur Rúnar Birgisson hafa verið tvær stærstu stjörnur Tindastóls í vetur og eru með bestu bakvörðum deildarinnar. Pétur Rúnar lét hafa eftir sér óheppileg ummæli eftir síðasta leik varðandi Brynjar Þór Björnsson sem fóru eins og eldur í sinu um samfélagið. Hann sagði það ekki hafa spilað inn í í kvöld. „Þau höfðu ekki áhrif á mig. Ég fór í viðtal og var svolítið heitur fyrir viðtalið. Var spurður út í þetta og missti þetta út úr mér. Þó maður tali af sér í einu viðtali, maður á ekki að láta það hafa áhrif á sig.“ „Eftir fyrstu mínútuna og 10 sekúndurnar þá erum við bara allt of flatir og leyfum þeim að fá þetta þægilega forskot sem er erfitt að brjóta aftur upp.“ Þegar Stólarnir höfðu komið til baka í þriðja leikhluta þá fékk Pétur Rúnar dæmda óíþróttamannslega villu sem var hluti af því að brjóta liðið á bak aftur og var vendipunktur í leiknum. „Persónulega fannst mér það pínu veikt, en ekkert hægt að setja út á dómarana samt, þeir dæmdu leikinn mjög vel. Mjög erfitt að dæma leik í svona aðstæðum og þeir komu sér vel út úr þessu.“ Pétur Rúnar er aðeins 22 ára gamall og átti frábært tímabil. Verður hann í liði Tindastóls áfram á næsta ári? „Já, ég verð áfram. Við ætlum að gera betur á næsta ári.“ Tindastóll er bikarmeistari, verða það þá tveir titlar á næsta ári? „Já,“ sagði boginn en ekki brotinn Pétur Rúnar Birgisson. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Pétur um Brynjar: Hann á stundum ekkert erindi inn á körfuboltavöll Pétur Rúnar Birgisson var ósáttur við spilamennsku Brynjars Þórs Björnssonar í leik Tindastóls og KR í gær. Hann sakar Brynjar Þór um grófa spilamennsku. 26. apríl 2018 08:00 Þetta er atvikið sem reitti Pétur til reiði Pétur Rúnar Birgisson var ósáttur við Brynjar Þór Björnsson eftir leik Tindastóls og KR í lokaúrslitum Domino's-deildar karla í gær. 26. apríl 2018 13:30 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira
Sigtryggur Arnar Björnsson átti framúrskarandi leik í liði Tindastóls sem beið lægri hlut gegn KR í fjórða leik úrslitaeinvígisins í Domino’s deild karla, 89-73, og tapaði einvíginu 3-1. Sigtryggur skoraði 27 stig og var besti maður gestanna þrátt fyrir að hafa endað leikinn með fimm villur. „Þeir voru bara góðir. Ég mætti loksins til leiks, var ekki búinn að eiga góðan leik í þessari seríu og langaði í einn góðan leik og gerði mitt besta,“ sagði Sigtryggur Arnar eftir leikinn. Sigtryggur sýndi frammistöðu sem hæfði leikmanni í sigurliði og sagðist ætla að gera það á næsta ári. „Ég fer ekki neitt, ég segi bara eins og Sverrir Bergmann: Ég fer ekki neitt.“ Stólarnir náðu leiknum niður í þrjú stig en misstu hann svo frá sér fljótlega aftur. Þeir virtust ekki andlega tilbúnir og tók Sigtryggur undir það. „Við áttum endurkomu í byrjun þriðja og það leit allt út fyrir jafnan leik en svo komu þeir með tvær, þrjár körfur og þá brotnuðum við,“ sagði Sigtryggur Arnar. Sigtryggur og Pétur Rúnar Birgisson hafa verið tvær stærstu stjörnur Tindastóls í vetur og eru með bestu bakvörðum deildarinnar. Pétur Rúnar lét hafa eftir sér óheppileg ummæli eftir síðasta leik varðandi Brynjar Þór Björnsson sem fóru eins og eldur í sinu um samfélagið. Hann sagði það ekki hafa spilað inn í í kvöld. „Þau höfðu ekki áhrif á mig. Ég fór í viðtal og var svolítið heitur fyrir viðtalið. Var spurður út í þetta og missti þetta út úr mér. Þó maður tali af sér í einu viðtali, maður á ekki að láta það hafa áhrif á sig.“ „Eftir fyrstu mínútuna og 10 sekúndurnar þá erum við bara allt of flatir og leyfum þeim að fá þetta þægilega forskot sem er erfitt að brjóta aftur upp.“ Þegar Stólarnir höfðu komið til baka í þriðja leikhluta þá fékk Pétur Rúnar dæmda óíþróttamannslega villu sem var hluti af því að brjóta liðið á bak aftur og var vendipunktur í leiknum. „Persónulega fannst mér það pínu veikt, en ekkert hægt að setja út á dómarana samt, þeir dæmdu leikinn mjög vel. Mjög erfitt að dæma leik í svona aðstæðum og þeir komu sér vel út úr þessu.“ Pétur Rúnar er aðeins 22 ára gamall og átti frábært tímabil. Verður hann í liði Tindastóls áfram á næsta ári? „Já, ég verð áfram. Við ætlum að gera betur á næsta ári.“ Tindastóll er bikarmeistari, verða það þá tveir titlar á næsta ári? „Já,“ sagði boginn en ekki brotinn Pétur Rúnar Birgisson.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Pétur um Brynjar: Hann á stundum ekkert erindi inn á körfuboltavöll Pétur Rúnar Birgisson var ósáttur við spilamennsku Brynjars Þórs Björnssonar í leik Tindastóls og KR í gær. Hann sakar Brynjar Þór um grófa spilamennsku. 26. apríl 2018 08:00 Þetta er atvikið sem reitti Pétur til reiði Pétur Rúnar Birgisson var ósáttur við Brynjar Þór Björnsson eftir leik Tindastóls og KR í lokaúrslitum Domino's-deildar karla í gær. 26. apríl 2018 13:30 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira
Pétur um Brynjar: Hann á stundum ekkert erindi inn á körfuboltavöll Pétur Rúnar Birgisson var ósáttur við spilamennsku Brynjars Þórs Björnssonar í leik Tindastóls og KR í gær. Hann sakar Brynjar Þór um grófa spilamennsku. 26. apríl 2018 08:00
Þetta er atvikið sem reitti Pétur til reiði Pétur Rúnar Birgisson var ósáttur við Brynjar Þór Björnsson eftir leik Tindastóls og KR í lokaúrslitum Domino's-deildar karla í gær. 26. apríl 2018 13:30