Hverfandi stofn Guðmundur Brynjólfsson skrifar 15. október 2018 08:00 Hún var ófríð. Klæddi sig sundurlaust og yfirleitt í drapplit föt. Venjulega í þvældri popplínkápu í grámóskulegum lit, ætíð í brúnum buxum úr einhverju því efni sem alltaf sýndist skítugt. Oft í litlausum óburstuðum skóm en til spari hafði hún rúskinnsskó flatbotna, útjaskaða á hælunum og var storkin selta á tánum. Vann vestur í Háskóla, á Raunvísindastofnun eða ámóta batteríi, þar setti hún línurit í möppur og skráði niður tölur, tölur sem vörðuðu eyðingu jökla. Í hverju hádegishléi gekk hún niður í Norræna hús og kíkti í sænsku dagblöðin en hún hafði búið fjögur ár í Lundi, þá var maðurinn hennar að taka gráðu í stærðfræðilegri efnafræði. Hann kenndi við menntaskóla. Ég vissi aldrei hvaða skóla enda fór lítið fyrir manninum. Þau drukku eina rauðvínsflösku á hverju kvöldi og ýmist lásu eða hlustuðu á Rás eitt – þau voru ekki með sjónvarp. Hann var þjakaður af flösuexemi og hreistraði alveg hroðalega á veturna, því lét hann lítið fyrir sér fara og fór ekki neitt nema til og frá vinnu. Aftur á móti tók hún virkan þátt í félagsstörfum. Var í stjórn Friðarsamtaka kvenna og virk í Norræna félaginu og einu sinni á ári fór hún í gönguferð með Ferðafélagi Íslands og sótti myndakvöld í þeim félagsskap á vetrum. Hún var virk í kór sem námsmenn í Lundi höfðu stofnað haustið 1976 en sá hópur hélt vel saman og söng sér til ánægju einu sinni í viku á veturna. Þau áttu ekki börn því hún hafði farið í legnám sem ung kona vegna þrálátra ígerða og var barnleysið þeim nokkur raun. Sérstaklega honum því hann var barngóður. Hún var fálátari við börn og leiðinleg manneskja. Er nokkuð skrítið þótt VG sé getulaus flokkur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Brynjólfsson Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Flóttafólk er bara fólk Úlfhildur Ólafsdóttir Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Hún var ófríð. Klæddi sig sundurlaust og yfirleitt í drapplit föt. Venjulega í þvældri popplínkápu í grámóskulegum lit, ætíð í brúnum buxum úr einhverju því efni sem alltaf sýndist skítugt. Oft í litlausum óburstuðum skóm en til spari hafði hún rúskinnsskó flatbotna, útjaskaða á hælunum og var storkin selta á tánum. Vann vestur í Háskóla, á Raunvísindastofnun eða ámóta batteríi, þar setti hún línurit í möppur og skráði niður tölur, tölur sem vörðuðu eyðingu jökla. Í hverju hádegishléi gekk hún niður í Norræna hús og kíkti í sænsku dagblöðin en hún hafði búið fjögur ár í Lundi, þá var maðurinn hennar að taka gráðu í stærðfræðilegri efnafræði. Hann kenndi við menntaskóla. Ég vissi aldrei hvaða skóla enda fór lítið fyrir manninum. Þau drukku eina rauðvínsflösku á hverju kvöldi og ýmist lásu eða hlustuðu á Rás eitt – þau voru ekki með sjónvarp. Hann var þjakaður af flösuexemi og hreistraði alveg hroðalega á veturna, því lét hann lítið fyrir sér fara og fór ekki neitt nema til og frá vinnu. Aftur á móti tók hún virkan þátt í félagsstörfum. Var í stjórn Friðarsamtaka kvenna og virk í Norræna félaginu og einu sinni á ári fór hún í gönguferð með Ferðafélagi Íslands og sótti myndakvöld í þeim félagsskap á vetrum. Hún var virk í kór sem námsmenn í Lundi höfðu stofnað haustið 1976 en sá hópur hélt vel saman og söng sér til ánægju einu sinni í viku á veturna. Þau áttu ekki börn því hún hafði farið í legnám sem ung kona vegna þrálátra ígerða og var barnleysið þeim nokkur raun. Sérstaklega honum því hann var barngóður. Hún var fálátari við börn og leiðinleg manneskja. Er nokkuð skrítið þótt VG sé getulaus flokkur?