Handbolti

Sjáðu frábæra danstakta þegar Gyori fagnaði sigri í Meistaradeildinni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Það var hart barist inni á vellinum
Það var hart barist inni á vellinum vísir/epa
Ungverska liðið Gyori vann Meistaradeild Evrópu í handbolta kvenna í dag með því að leggja Vardar að velli með einu marki 27-26 í úrslitaleiknum í Búdapest í dag.

Þetta var annað árið í röð sem ungverska liðið fagnaði sigri í keppninni en þær þurftu að hafa fyrir sigrinum í dag. Amorim skoraði jöfnunarmark fyrir Gyori á síðustu sekúndunum eftir að Amanda Lekic virtist fara langt með að tryggja Vardar sigurinn. Leikurinn fór hins vegar í framlengingu og þar vann Gyori.

Sigurinn skipti Gyori miklu máli og fögnuðu þær hressilega í leikslok. Stelpurnar virtust aðeins vera búnar að æfa hvernig þær ætluðu að fagna því þær henntu í mjög skemmtilegan dans þegar úrslitin voru ljós.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×