Erlent

Weiner losnar fyrr úr fangelsi

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Weiner hefur ítrekað sent klámfengin skilaboð til kvenna.
Weiner hefur ítrekað sent klámfengin skilaboð til kvenna. Vísir/AFP

Anthony Weiner, fyrrverandi þingmaður Demókrataflokksins í Bandaríkjunum, sem dæmdur var í 21 mánaðar fangelsi fyrir að senda 15 ára gamalli stúlku kynferðisleg skilaboð verður sleppt þremur mánuðum fyrr úr fangelsi fyrir góða hegðun.

Weiner hefur að undanförnu afplánað í Devens, Massachusetts, en dómur féll í máli hans 25. september 2017.

Weiner komst í heimsfréttirnar árið 2011 þegar það komst upp um hann að hann hafi sent kynferðislegar myndir af sjálfum sér á aðrar konur en eiginkonu hans. Hann sagði af sér þingmennsku í kjölfarið. 

Weiner gerði aðra tilraun til að snúa aftur á vettvang stjórnmálanna tveimur árum síðar en ekki með góðum árangri því djarfar myndir sem hann sendi til kvenna fóru í umferð.

Til stendur að Weiner losni úr fangelsi 14. maí næstkomandi. Upphaflega stóð til að hann afplánaði út sumarmánuði ársins 2019.


Tengdar fréttir

Weiner játar að hafa sent táningi óviðeigandi myndir

Anthony Weiner, fyrrverandi þingmaður demókrata og eiginmaður eins helsta ráðgjafa Hillary Clinton í forsetakosningunum í Bandaríkjunum, mun játa sök í enn einu kynlífshneykslismálinu sem tengist honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×