Skiptastjóri verslana Víðis ætlar að selja vörur á hálfvirði Birgir Olgeirsson skrifar 14. júní 2018 15:01 Verslanir Víðis voru í eigu Eiríks Sigurðarsonar, kaupmanns og eiginkonu hans Helgu Gísladóttur. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Skiptastjóri þrotabús Víðis hefur ákveðið að opna tvær verslanir þrotabúsins og selja allar vörur á hálfvirði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skiptastjóranum Valtý Sigurðssyni sem segir verslunina í Garðabæ verða opnuð klukkan 16 í dag en verslanir í Skeifunni og Garðabæ verða svo opnar frá klukkan 12 á morgun, föstudag.Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í vikunni að verslunum Víðis hefði verið lokað fyrirvaralaust í síðustu viku, en lögfræðingur stéttarfélagsins VR sagði ekkert hafa bent til þess að verslunarreksturinn væri á leiðinni í þrot. Verslanir Víðis eru í eigu Eiríks Sigurðarsonar, kaupmanns og eiginkonu hans Helgu Gísladóttur en fyrsta verslunin var opnuð árið 2011 en þar til á fimmtudag í síðustu viku voru fimm verslanir í rekstri. Öllum verslununum var skellt í lás á fimmtudagskvöld eftir fund eigenda með millistjórnendum, en þeim var tjáð að lokunin væri tímabundin. Almennir starfsmenn fengu hins vegar ekkert að vita fyrr en í gær þegar þeim barst tölvupóstur barst frá fyrirtækinu um að það væri á leið í gjaldþrot. Í gluggum verslananna var viðskiptavinum sagt að „Lokað sé vegna breytinga.“ Rekstur Víðis hefur gengið erfiðlega á undanförnum árum vegna aukinnar samkeppni á matvörumarkaði. Á árinu 2015 skilaði verslunin 13 milljón króna tapi en eigendur náðu að snúa tapi yfir í 49 milljóna króna hagnað á árinu 2016. Í október í fyrra var tilkynnt að eigendurnir hygðust selja verslunarreksturinn en ekkert hefur orðið af því. Um áttatíu starfsmenn unnu hjá Víði í misháu starfshlutfalli. Fréttastofan ræddi við nokkra starfsmenn fyrirtækisins í vikunni sem furðuðu sig á framkomu eigenda. Tengdar fréttir Ekkert sem benti til þess að verslanir Víðis væru á leið í gjaldþrot: Starfsmenn hafa fengið litlar sem engar upplýsingar Starfsfólk hefur fengið litlar sem engar upplýsingar og vörur liggja undir skemmdum í verslunum Víðis sem var lokað fyrirvaralaust í síðustu viku. Lögfræðingur VR segir ekkert hafa bent til þess að verslunarreksturinn væri á leiðinni í þrot. 12. júní 2018 20:00 Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Skiptastjóri þrotabús Víðis hefur ákveðið að opna tvær verslanir þrotabúsins og selja allar vörur á hálfvirði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skiptastjóranum Valtý Sigurðssyni sem segir verslunina í Garðabæ verða opnuð klukkan 16 í dag en verslanir í Skeifunni og Garðabæ verða svo opnar frá klukkan 12 á morgun, föstudag.Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í vikunni að verslunum Víðis hefði verið lokað fyrirvaralaust í síðustu viku, en lögfræðingur stéttarfélagsins VR sagði ekkert hafa bent til þess að verslunarreksturinn væri á leiðinni í þrot. Verslanir Víðis eru í eigu Eiríks Sigurðarsonar, kaupmanns og eiginkonu hans Helgu Gísladóttur en fyrsta verslunin var opnuð árið 2011 en þar til á fimmtudag í síðustu viku voru fimm verslanir í rekstri. Öllum verslununum var skellt í lás á fimmtudagskvöld eftir fund eigenda með millistjórnendum, en þeim var tjáð að lokunin væri tímabundin. Almennir starfsmenn fengu hins vegar ekkert að vita fyrr en í gær þegar þeim barst tölvupóstur barst frá fyrirtækinu um að það væri á leið í gjaldþrot. Í gluggum verslananna var viðskiptavinum sagt að „Lokað sé vegna breytinga.“ Rekstur Víðis hefur gengið erfiðlega á undanförnum árum vegna aukinnar samkeppni á matvörumarkaði. Á árinu 2015 skilaði verslunin 13 milljón króna tapi en eigendur náðu að snúa tapi yfir í 49 milljóna króna hagnað á árinu 2016. Í október í fyrra var tilkynnt að eigendurnir hygðust selja verslunarreksturinn en ekkert hefur orðið af því. Um áttatíu starfsmenn unnu hjá Víði í misháu starfshlutfalli. Fréttastofan ræddi við nokkra starfsmenn fyrirtækisins í vikunni sem furðuðu sig á framkomu eigenda.
Tengdar fréttir Ekkert sem benti til þess að verslanir Víðis væru á leið í gjaldþrot: Starfsmenn hafa fengið litlar sem engar upplýsingar Starfsfólk hefur fengið litlar sem engar upplýsingar og vörur liggja undir skemmdum í verslunum Víðis sem var lokað fyrirvaralaust í síðustu viku. Lögfræðingur VR segir ekkert hafa bent til þess að verslunarreksturinn væri á leiðinni í þrot. 12. júní 2018 20:00 Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Ekkert sem benti til þess að verslanir Víðis væru á leið í gjaldþrot: Starfsmenn hafa fengið litlar sem engar upplýsingar Starfsfólk hefur fengið litlar sem engar upplýsingar og vörur liggja undir skemmdum í verslunum Víðis sem var lokað fyrirvaralaust í síðustu viku. Lögfræðingur VR segir ekkert hafa bent til þess að verslunarreksturinn væri á leiðinni í þrot. 12. júní 2018 20:00
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun