Airbus varar Breta við hörðu Brexit Kjartan Kjartansson skrifar 22. júní 2018 08:59 Þrátt við viðvörunarorð um Brexit telja sérfræðingar ólíklegt að Airbus dragi sig skyndilega frá Bretlandi. Vísir/EPA Flugvélaframleiðandinn Airbus segist þurfa að endurskoða veru sína á Bretlandi ef Bretar ganga úr Evrópusambandinu án þess að fyrir liggi samningur um viðskiptasamband þeirra áður. Airbus framleiðir vængi fyrir allar farþegaflugvélar sínar á Bretlandi. Fyrirtækið segir í yfirlýsingu að gangi Bretar bæði úr innri markaði ESB og tollabandalaginu án samkomulags um framhaldið leiði það til „verulegrar röskunar og truflunar“ á framleiðslu þess á Bretlandi. „Í einföldu máli, sviðsmynd með engum samningi ógnar framtíð Airbus á Bretlandi með beinum hætti,“ segir Tom Williams, framkvæmdastjóri Airbus. Fyrirtækið hafi þegar gripið til aðgerða til að reyna að draga úr áhættu sinni vegna útgöngu Breta úr ESB, að því er segir í frétt Reuters. Hvorki hefur gengið né rekið í viðræðum breskra stjórnvalda og fulltrúa Evrópusambandsins um hvernig viðskiptum þeirra verður háttað eftir útgönguna á næsta ári. Fjöldi fyrirtækja hefur kvartað undan því að óvissan geri þeim erfitt að skipuleggja sig fram í tímann. Klofningur hefur verið innan minnihlutastjórnar Íhaldsflokksins um viðræðurnar. Hugmyndir hafa meðal annars komið fram um að framlengja aðlögunartíma eftir viðskilnaðinn á næsta ári til að auka svigrúmið til að ná langtímasamkomulagi. Airbus segir að jafnvel þó að aðlögunartíminn yrði framlengdur til ársloka 2020 væri það of skammur fyrirvari fyrir fyrirtækið að laga starfsemi sína að breyttum aðstæðum. Brexit Tengdar fréttir Ólga vegna atkvæðagreiðslu um að þingmenn fái lokaorðið um Brexit-samning Tillaga um að breskir þingmenn fái lokaorðið um samning við ESB um útgönguna veldur ólgu innan Íhaldsflokksins. 12. júní 2018 10:57 Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Flugvélaframleiðandinn Airbus segist þurfa að endurskoða veru sína á Bretlandi ef Bretar ganga úr Evrópusambandinu án þess að fyrir liggi samningur um viðskiptasamband þeirra áður. Airbus framleiðir vængi fyrir allar farþegaflugvélar sínar á Bretlandi. Fyrirtækið segir í yfirlýsingu að gangi Bretar bæði úr innri markaði ESB og tollabandalaginu án samkomulags um framhaldið leiði það til „verulegrar röskunar og truflunar“ á framleiðslu þess á Bretlandi. „Í einföldu máli, sviðsmynd með engum samningi ógnar framtíð Airbus á Bretlandi með beinum hætti,“ segir Tom Williams, framkvæmdastjóri Airbus. Fyrirtækið hafi þegar gripið til aðgerða til að reyna að draga úr áhættu sinni vegna útgöngu Breta úr ESB, að því er segir í frétt Reuters. Hvorki hefur gengið né rekið í viðræðum breskra stjórnvalda og fulltrúa Evrópusambandsins um hvernig viðskiptum þeirra verður háttað eftir útgönguna á næsta ári. Fjöldi fyrirtækja hefur kvartað undan því að óvissan geri þeim erfitt að skipuleggja sig fram í tímann. Klofningur hefur verið innan minnihlutastjórnar Íhaldsflokksins um viðræðurnar. Hugmyndir hafa meðal annars komið fram um að framlengja aðlögunartíma eftir viðskilnaðinn á næsta ári til að auka svigrúmið til að ná langtímasamkomulagi. Airbus segir að jafnvel þó að aðlögunartíminn yrði framlengdur til ársloka 2020 væri það of skammur fyrirvari fyrir fyrirtækið að laga starfsemi sína að breyttum aðstæðum.
Brexit Tengdar fréttir Ólga vegna atkvæðagreiðslu um að þingmenn fái lokaorðið um Brexit-samning Tillaga um að breskir þingmenn fái lokaorðið um samning við ESB um útgönguna veldur ólgu innan Íhaldsflokksins. 12. júní 2018 10:57 Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Ólga vegna atkvæðagreiðslu um að þingmenn fái lokaorðið um Brexit-samning Tillaga um að breskir þingmenn fái lokaorðið um samning við ESB um útgönguna veldur ólgu innan Íhaldsflokksins. 12. júní 2018 10:57