Körfubolti

Spilar á móti pabba sínum næsta vetur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Arnór Sverrisson og Jón Björn Ólafsson stjórnarmaður.
Jón Arnór Sverrisson og Jón Björn Ólafsson stjórnarmaður. KKD UMFN
Jón Arnór Sverrisson ætlar að spila með Njarðvík í Domino´s deild karla í körfubolta á næsta tímabili og er því kominn aftur til síns æskufélags.

Njarðvíkingar segja frá þessu á heimasíðu sinni en Jón Arnór er 20 ára leikstjórnandi og hefur unnið marga titla með yngri flokkum Njarðvíkur.

Jón Arnór spilaði með Keflavík og 1. deildarliði Hamars á nýloknu tímabili en Hamarsliðið fór alla leið í úrslit um laust sæti í Domino´s deildinni þar sem liðið tapaði fyrir Breiðabliki.

Í 1. deildinni var Jón Arnór með 10,5 stig, 6,0 stoðsendingar og 5,5 fráköst að meðaltali í 24 leikjum með Hamarsliðinu.

Sverrir Þór Sverrisson, faðir Jóns Arnórs, tók við karlaliði Keflavíkur á dögunum, en Jón Arnór ætlar ekki að spila fyrir pabba sinn þar heldur ákvað að fara aftur í Njarðvík þar sem hann mun spila fyrir Einar Árna Jóhannsson.

Einar Árni tók við Njarðvíkurliðinu í þriðja sinn á dögunum og hann hefur verið duglegur að kalla unga leikmenn aftur heim í Ljónagryfjuna það sem af er vori.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×