Nissan afhendir Leaf nr. 300.000 Finnur Thorlacius skrifar 10. janúar 2018 16:02 Ný kynslóð Nissan Leaf er þegar til sölu í Japan og brátt í Bandaríkjunum og Evrópu. Í gær afhenti Nissan sinn þrjúhundruðþúsundasta Leaf rafmagnsbíl. Það tók ríflega 7 ár fyrir Nissan að selja svo marga Leaf bíla, en Nissan Leaf var fyrst kynntur til sögunnar í desember árið 2010. Flestir Leaf bílar hafa verið seldir í Bandaríkjunum, eða 114.827 og um 90.000 í Japan. Það þýðir að um 95.000 Leaf bílar hafa verið seldir annarsstaðar í heiminum, svo sem í Evrópu. Það á Noregur væntanlega vænan skerf. Ný kynslóð af Nissan Leaf hefur nú þegar verið kynnt í Japan og sala bílsins hefst í Evrópu í febrúar, en í þessum mánuði í Bandaríkjunum. Búast má við vænum sölukipp á Nissan Leaf með þessari langdrægari kynslóð bílsins. Nissan Leaf er söluhæsti rafmagnsbíll heims og mun örugglega halda þeim titli á næstu árum, enda með góða forystu á aðrar gerðir rafmagnsbíla. Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent
Í gær afhenti Nissan sinn þrjúhundruðþúsundasta Leaf rafmagnsbíl. Það tók ríflega 7 ár fyrir Nissan að selja svo marga Leaf bíla, en Nissan Leaf var fyrst kynntur til sögunnar í desember árið 2010. Flestir Leaf bílar hafa verið seldir í Bandaríkjunum, eða 114.827 og um 90.000 í Japan. Það þýðir að um 95.000 Leaf bílar hafa verið seldir annarsstaðar í heiminum, svo sem í Evrópu. Það á Noregur væntanlega vænan skerf. Ný kynslóð af Nissan Leaf hefur nú þegar verið kynnt í Japan og sala bílsins hefst í Evrópu í febrúar, en í þessum mánuði í Bandaríkjunum. Búast má við vænum sölukipp á Nissan Leaf með þessari langdrægari kynslóð bílsins. Nissan Leaf er söluhæsti rafmagnsbíll heims og mun örugglega halda þeim titli á næstu árum, enda með góða forystu á aðrar gerðir rafmagnsbíla.
Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent