Bankar líti ekki á fjártækni sem ógn Kristinn Ingi Jónsson skrifar 8. febrúar 2018 07:00 Fríða Jónsdóttir, ráðgjafi hjá Deloitte í Lundúnum Fríða Jónsdóttir, ráðgjafi hjá Deloitte í Lundúnum, segir að bankar eigi ekki að horfa á þær breytingar sem ný reglugerð Evrópusambandsins um greiðsluþjónustu, sem jafnan er kennd við PSD2, mun hafa í för með sér sem ógn. Þeir verði þess í stað að nýta tækifærið og reyna að vinna með stóru tæknirisunum. „Bankar munu alltaf bjóða upp á fjármálavörur sem tæknifyrirtækin geta ekki og vilja ekki bjóða upp á, því það er ekki hagkvæmt fyrir þau.“ Ráð sé fyrir banka að leita eftir samstarfi við tæknifyrirtækin, sem séu í betra sambandi við viðskiptavininn, og nýta sér það til þess að koma sínum vörum á framfæri. Fríða mun halda erindi á fundi Fjármálaeftirlitsins um þróun og framtíð fjártækni (e. fintech) á föstudag. Innleiðing umræddrar reglugerðar í íslenskan rétt samhliða örri þróun stafrænnar tækni er talin munu gerbreyta umhverfi íslensks fjármálamarkaðar og leiða til byltingar í fjármálaþjónustu áður en langt um líður. Fríða segir að á síðustu árum hafi fjölmörg nýsköpunarfyrirtæki á sviði fjártækni sprottið upp sem geta boðið upp á að mörgu leyti skilvirkari og hagkvæmari fjármálaþjónustu en bankar hafa hingað til gert. „Þessi fyrirtæki eru að breyta viðhorfi almennings til fjármálamarkaða en þau hafa samt ekki tekið til sín stóra markaðshlutdeild. Það er erfitt fyrir lítið fyrirtæki að ætla að hrifsa til sín stóran hluta markaðarins, sérstaklega þegar kemur að fjármálakerfinu, enda er fólk að jafnaði mjög tregt til þess að skipta um banka.Með tilkomu nýrra fjártæknilausna og Evrópureglugerðar er talið að bankastarfsemi muni gerbreytast á næstu árum.Vísir/AntonEn ef við lítum til stórra tæknifyrirtækja á borð við Amazon, Apple, Facebook og Google, þá er ljóst að þessi fyrirtæki búa yfir gríðarmiklum upplýsingum um notendur sína, miklu meiri upplýsingum en bankar búa yfir um sína viðskiptavini. Fólk virðist vera meira til í að veita þessum fyrirtækjum upplýsingar um sjálft sig heldur en til dæmis bönkum, sérstaklega eftir fjármálakreppuna. Þessi tæknifyrirtæki þekkja okkur þannig mjög vel, eru risastór, mjög fjársterk og hafa sum hver fengið bankaleyfi. Þegar þau fá síðan – í gegnum PSD2-reglugerðina – aðgengi að innlánsreikningum viðskiptavina banka geta þau sótt fram og farið að veita fólki þá þjónustu sem bankar hafa vanalega veitt.“ Ólíkt nýsköpunarfyrirtækjunum séu stóru tæknifyrirtækin í aðstöðu til að taka til sín stóra sneið af markaðinum og í raun breyta hefðbundnu viðskiptamódeli fjármálafyrirtækja. Aðspurð segir Fríða að stjórnvöldum sé ákveðinn vandi á höndum. Annars vegar þurfi þau að skapa frjótt umhverfi sem hvetur til nýsköpunar í geiranum en hins vegar verði þau að gæta þess að fjártæknibyltingin leiði ekki til aukinnar hættu fyrir neytendur. „Aðalhlutverk stjórnvalda er að passa upp á að hagsmuna neytenda sé gætt. Nýsköpun og aukin samkeppni á fjármálamörkuðum stuðlar auðvitað að því að neytendur fái bestu mögulegu þjónustu en stjórnvöld þurfi þó að gæta þess að nýsköpunin beri ekki öryggið ofurliði. Það þarf að vera ákveðið jafnvægi þarna á milli. Bresk stjórnvöld hafa verið mjög framsækin í þessum efnum og voru til dæmis fljót að koma á fót sérstöku „sandkassaumhverfi“ fyrir fjártæknifyrirtæki þar sem þau geta prófað sig áfram og séð hvað virkar. Öll vinna stjórnvalda hefur miðað að því að auka gagnsæi og samkeppni í fjármálakerfinu þannig að neytandinn geti fengið betra verð og betri vörur.“ Á sama tíma verði stjórnvöld að hafa í huga þá hættu sem fjártæknilausnir geti haft í för með sér. Afleiðingarnar geti orðið afdrifaríkar ef illa fer. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira
Fríða Jónsdóttir, ráðgjafi hjá Deloitte í Lundúnum, segir að bankar eigi ekki að horfa á þær breytingar sem ný reglugerð Evrópusambandsins um greiðsluþjónustu, sem jafnan er kennd við PSD2, mun hafa í för með sér sem ógn. Þeir verði þess í stað að nýta tækifærið og reyna að vinna með stóru tæknirisunum. „Bankar munu alltaf bjóða upp á fjármálavörur sem tæknifyrirtækin geta ekki og vilja ekki bjóða upp á, því það er ekki hagkvæmt fyrir þau.“ Ráð sé fyrir banka að leita eftir samstarfi við tæknifyrirtækin, sem séu í betra sambandi við viðskiptavininn, og nýta sér það til þess að koma sínum vörum á framfæri. Fríða mun halda erindi á fundi Fjármálaeftirlitsins um þróun og framtíð fjártækni (e. fintech) á föstudag. Innleiðing umræddrar reglugerðar í íslenskan rétt samhliða örri þróun stafrænnar tækni er talin munu gerbreyta umhverfi íslensks fjármálamarkaðar og leiða til byltingar í fjármálaþjónustu áður en langt um líður. Fríða segir að á síðustu árum hafi fjölmörg nýsköpunarfyrirtæki á sviði fjártækni sprottið upp sem geta boðið upp á að mörgu leyti skilvirkari og hagkvæmari fjármálaþjónustu en bankar hafa hingað til gert. „Þessi fyrirtæki eru að breyta viðhorfi almennings til fjármálamarkaða en þau hafa samt ekki tekið til sín stóra markaðshlutdeild. Það er erfitt fyrir lítið fyrirtæki að ætla að hrifsa til sín stóran hluta markaðarins, sérstaklega þegar kemur að fjármálakerfinu, enda er fólk að jafnaði mjög tregt til þess að skipta um banka.Með tilkomu nýrra fjártæknilausna og Evrópureglugerðar er talið að bankastarfsemi muni gerbreytast á næstu árum.Vísir/AntonEn ef við lítum til stórra tæknifyrirtækja á borð við Amazon, Apple, Facebook og Google, þá er ljóst að þessi fyrirtæki búa yfir gríðarmiklum upplýsingum um notendur sína, miklu meiri upplýsingum en bankar búa yfir um sína viðskiptavini. Fólk virðist vera meira til í að veita þessum fyrirtækjum upplýsingar um sjálft sig heldur en til dæmis bönkum, sérstaklega eftir fjármálakreppuna. Þessi tæknifyrirtæki þekkja okkur þannig mjög vel, eru risastór, mjög fjársterk og hafa sum hver fengið bankaleyfi. Þegar þau fá síðan – í gegnum PSD2-reglugerðina – aðgengi að innlánsreikningum viðskiptavina banka geta þau sótt fram og farið að veita fólki þá þjónustu sem bankar hafa vanalega veitt.“ Ólíkt nýsköpunarfyrirtækjunum séu stóru tæknifyrirtækin í aðstöðu til að taka til sín stóra sneið af markaðinum og í raun breyta hefðbundnu viðskiptamódeli fjármálafyrirtækja. Aðspurð segir Fríða að stjórnvöldum sé ákveðinn vandi á höndum. Annars vegar þurfi þau að skapa frjótt umhverfi sem hvetur til nýsköpunar í geiranum en hins vegar verði þau að gæta þess að fjártæknibyltingin leiði ekki til aukinnar hættu fyrir neytendur. „Aðalhlutverk stjórnvalda er að passa upp á að hagsmuna neytenda sé gætt. Nýsköpun og aukin samkeppni á fjármálamörkuðum stuðlar auðvitað að því að neytendur fái bestu mögulegu þjónustu en stjórnvöld þurfi þó að gæta þess að nýsköpunin beri ekki öryggið ofurliði. Það þarf að vera ákveðið jafnvægi þarna á milli. Bresk stjórnvöld hafa verið mjög framsækin í þessum efnum og voru til dæmis fljót að koma á fót sérstöku „sandkassaumhverfi“ fyrir fjártæknifyrirtæki þar sem þau geta prófað sig áfram og séð hvað virkar. Öll vinna stjórnvalda hefur miðað að því að auka gagnsæi og samkeppni í fjármálakerfinu þannig að neytandinn geti fengið betra verð og betri vörur.“ Á sama tíma verði stjórnvöld að hafa í huga þá hættu sem fjártæknilausnir geti haft í för með sér. Afleiðingarnar geti orðið afdrifaríkar ef illa fer.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira