Landsliðsmenn fá meiri hvíld og Meistaradeildarliðum fækkar Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 16. desember 2018 10:00 Síðasta vetur kom upp sú staða að Rhein-Neckar Löwen átti að spila leik í Meistaradeild Evrópu og þýsku Bundesligunni sama daginn. vísir/getty Evrópska handboltasambandið hefur staðfest allsherjar breytingar á Evrópukeppnum félagsliða í handbolta og landsliðsgluggar munu færast til að tryggja betri hvíld bestu leikmanna heims. Stjórn EHF kom saman í Frakklandi um helgina en úrslitaleikur EM kvenna fer fram í París seinna í dag. Liðum í Meistaradeild Evrópu í handbolta verður fækkað úr 28 í 16 frá og með tímabilinu 2020-21. Spilaði verður í tveimur átta liða riðlum með hefðbundnu riðlafyrirkomulagi, allir spila við alla heima og heiman. Liðin í 3.-6. sæti í riðlunum mætast í „umspili“ um sæti í átta liða úrslitum en efstu tvö liðin úr hvorum riðli fara beint þangað. Undanúrslit og úrslit verða leikinn yfir eina Final4 helgi eins og verið hefur síðustu ár. Keppnisfyrirkomulagið verður eins bæði fyrir karla og konur.Evrópudeildin í handbolta EHF bikarinn, næst sterkasta Evrópukeppnin, gengur í gegnum allsherjar breytingar og verður nú Evrópska handboltadeildin. 24 lið verða í riðlakeppninni í fjórum sex liða riðlum. Í núverandi fyrirkomulagi eru fjórir fjögurra liða riðla svo þar er töluverð fjölgun á. Í fréttatilkynningu EHF kemur ekki fram hvernig forkeppnin fyrir riðlakeppnina verður eða hvaðan liðin sem fara í þessa keppni koma. Þar sem það er töluverð fækkun á liðum í Meistaradeildinni fer megnið af þeim liðum sem þar eru líklega inn í þessa keppni. Þriðja Evrópukeppnin, Áskorendabikar Evrópu, fær að taka nafn EHF bikarsins. Leikir í Meistaradeildinni og nýju Evrópudeildinni verða fastir í miðri viku. Meistaradeildin á miðvikudögum og fimmtudögum, Evrópudeildin á þriðjudögum. Þó það komi ekki fram í tilkynningunni þá þýðir þetta líklega að hefðbundnar deildir hafa sína leiki um helgar og skörun á deildarleikjum heima fyrir og Evrópuleikjum minnkar.Engir 17. júní landsleikir í Höllinni Þá hefur EHF gert breytingar á landsliðsgluggum til þess að gefa sterkustu leikmönnunum sem spila hvað mest meira frí. Lengi hefur verið spilað um miðjan júní í undankeppnum stórmóta en sá gluggi verður færður til mánaðarmóta apríl og maí. Það þýðir að þegar tímabilin hjá félagsliðunum eru búin ættu leikmenn að geta farið í sumarfrí. Þá verður Final4 helgin formlegur endir keppnistímabilsins í Evrópu frá 2021. Hún verður haldin í endan maí hjá kvennaliðum en í júní hjá körlunum. Allar deildir Evrópu munu vera skyldugar til þess að klára sín tímabil í það minnsta einni viku áður en Final4 helgarnar fara fram. Handbolti Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira
Evrópska handboltasambandið hefur staðfest allsherjar breytingar á Evrópukeppnum félagsliða í handbolta og landsliðsgluggar munu færast til að tryggja betri hvíld bestu leikmanna heims. Stjórn EHF kom saman í Frakklandi um helgina en úrslitaleikur EM kvenna fer fram í París seinna í dag. Liðum í Meistaradeild Evrópu í handbolta verður fækkað úr 28 í 16 frá og með tímabilinu 2020-21. Spilaði verður í tveimur átta liða riðlum með hefðbundnu riðlafyrirkomulagi, allir spila við alla heima og heiman. Liðin í 3.-6. sæti í riðlunum mætast í „umspili“ um sæti í átta liða úrslitum en efstu tvö liðin úr hvorum riðli fara beint þangað. Undanúrslit og úrslit verða leikinn yfir eina Final4 helgi eins og verið hefur síðustu ár. Keppnisfyrirkomulagið verður eins bæði fyrir karla og konur.Evrópudeildin í handbolta EHF bikarinn, næst sterkasta Evrópukeppnin, gengur í gegnum allsherjar breytingar og verður nú Evrópska handboltadeildin. 24 lið verða í riðlakeppninni í fjórum sex liða riðlum. Í núverandi fyrirkomulagi eru fjórir fjögurra liða riðla svo þar er töluverð fjölgun á. Í fréttatilkynningu EHF kemur ekki fram hvernig forkeppnin fyrir riðlakeppnina verður eða hvaðan liðin sem fara í þessa keppni koma. Þar sem það er töluverð fækkun á liðum í Meistaradeildinni fer megnið af þeim liðum sem þar eru líklega inn í þessa keppni. Þriðja Evrópukeppnin, Áskorendabikar Evrópu, fær að taka nafn EHF bikarsins. Leikir í Meistaradeildinni og nýju Evrópudeildinni verða fastir í miðri viku. Meistaradeildin á miðvikudögum og fimmtudögum, Evrópudeildin á þriðjudögum. Þó það komi ekki fram í tilkynningunni þá þýðir þetta líklega að hefðbundnar deildir hafa sína leiki um helgar og skörun á deildarleikjum heima fyrir og Evrópuleikjum minnkar.Engir 17. júní landsleikir í Höllinni Þá hefur EHF gert breytingar á landsliðsgluggum til þess að gefa sterkustu leikmönnunum sem spila hvað mest meira frí. Lengi hefur verið spilað um miðjan júní í undankeppnum stórmóta en sá gluggi verður færður til mánaðarmóta apríl og maí. Það þýðir að þegar tímabilin hjá félagsliðunum eru búin ættu leikmenn að geta farið í sumarfrí. Þá verður Final4 helgin formlegur endir keppnistímabilsins í Evrópu frá 2021. Hún verður haldin í endan maí hjá kvennaliðum en í júní hjá körlunum. Allar deildir Evrópu munu vera skyldugar til þess að klára sín tímabil í það minnsta einni viku áður en Final4 helgarnar fara fram.
Handbolti Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira