Sólgleraugnatrendin fyrir sumarið Ritstjórn skrifar 26. mars 2018 11:00 Prada Glamour/Getty Apríl fer alveg að koma, sem þýðir að sólin fari hækkandi og vorið er að koma. Þá fer okkur að langa í ný sólgleraugu, en þessi trend þarftu að vera með á hreinu fyrir sumarið. Sólgleraugnaúrvalið á landinu hefur aldrei verið meira, og streyma flott sólgleraugu inn í verslanir. Leiktu þér aðeins í sumar, ekki sækja í þessi alveg hefðbundnu.Lítil gleraugu, sem minna óneitanlega á Matrix verða aðalgleraugun í sumar. Þó að margir hafi reynt að mótmæla þeim þá eru þau að koma sterk inn. Þessi frá Prada eru góður kostur. Bling og mjög skrautleg gleraugu eins og þessi frá Gucci verða mjög vinsæl, þar sem þau eru skreytt með steinum og blómum. Þú getur haldið dressinu látlausu en leyfðu sólgleraugunum alveg að njóta sín. Stór sólgleraugu eins og þessi frá Marni eru góð andstæða við þessi litlu Matrix gleraugu, það er allt eða ekkert. Reyndu að finna þau í skemmtilegum litum. Litað gler hefur verið vinsælt í einhvern tíma og nú heldur það áfram. Þetta trend er fyrir þá sem vilja stíga aðeins út fyrir þægindaramman en samt ekki ganga of langt. Þessi gleraugu frá Céline eru nánast fullkominn, bæði liturinn á glerinu og formið. Mest lesið „Lítur út eins og 75 ára gömul kona frá Miami.“ Glamour Látum vaða í upphá stígvél Glamour Nike framleiddi sérstakan skó fyrir Elton John Glamour Döðlur gefa ungu og efnilegu fólki sviðið Glamour 21 árs breytir húðslitum í listaverk Glamour Vinsælasta yfirhöfn vorsins? Glamour Alicia Keys kom fram án förðunar á flokksþingi demókrata Glamour Millie Bobby Brown er fyrsta andlit Calvin Klein undir stjórn Raf Simons Glamour Stjörnurnar eiga sumarið Glamour Áhrifamestu konur förðunarheimsins Glamour
Apríl fer alveg að koma, sem þýðir að sólin fari hækkandi og vorið er að koma. Þá fer okkur að langa í ný sólgleraugu, en þessi trend þarftu að vera með á hreinu fyrir sumarið. Sólgleraugnaúrvalið á landinu hefur aldrei verið meira, og streyma flott sólgleraugu inn í verslanir. Leiktu þér aðeins í sumar, ekki sækja í þessi alveg hefðbundnu.Lítil gleraugu, sem minna óneitanlega á Matrix verða aðalgleraugun í sumar. Þó að margir hafi reynt að mótmæla þeim þá eru þau að koma sterk inn. Þessi frá Prada eru góður kostur. Bling og mjög skrautleg gleraugu eins og þessi frá Gucci verða mjög vinsæl, þar sem þau eru skreytt með steinum og blómum. Þú getur haldið dressinu látlausu en leyfðu sólgleraugunum alveg að njóta sín. Stór sólgleraugu eins og þessi frá Marni eru góð andstæða við þessi litlu Matrix gleraugu, það er allt eða ekkert. Reyndu að finna þau í skemmtilegum litum. Litað gler hefur verið vinsælt í einhvern tíma og nú heldur það áfram. Þetta trend er fyrir þá sem vilja stíga aðeins út fyrir þægindaramman en samt ekki ganga of langt. Þessi gleraugu frá Céline eru nánast fullkominn, bæði liturinn á glerinu og formið.
Mest lesið „Lítur út eins og 75 ára gömul kona frá Miami.“ Glamour Látum vaða í upphá stígvél Glamour Nike framleiddi sérstakan skó fyrir Elton John Glamour Döðlur gefa ungu og efnilegu fólki sviðið Glamour 21 árs breytir húðslitum í listaverk Glamour Vinsælasta yfirhöfn vorsins? Glamour Alicia Keys kom fram án förðunar á flokksþingi demókrata Glamour Millie Bobby Brown er fyrsta andlit Calvin Klein undir stjórn Raf Simons Glamour Stjörnurnar eiga sumarið Glamour Áhrifamestu konur förðunarheimsins Glamour