Jennifer Aniston skilin Ritstjórn skrifar 16. febrúar 2018 09:15 Glamour/Getty Leikararnir Jennifer Aniston og Justin Theroux hafa ákveðið að skilja eftir tveggja ára hjónaband. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá leikurunum sem segja skilnaðinn fara fram í mesta bróðerni og að þau ætli að halda áfram að hlúa að vinskapnum. Aniston og Theroux byrjuðu saman árið 2011 en giftu sig 2015. Í tilkynningunni kemur fram að þau hafi ákveðið að skilja í lok síðasta árs. „Undir venjulegum kringumstæðum hefðum við reynt að halda þessu frá kastljósi fjölmiðla en þar sem slúðurpressan getur ekki séð framhjá tækifæri til velta vöngum vildum við koma fram með réttar staðreyndir strax“ segir í tilkynningunni. Þetta er ekki í fyrsta sinn Aniston hefur fundið fyrir slúðurpressunni í Hollywood en þar hefur verið spáð og spekúlerað í öllu skrefum sem hún tekur í lífinu. Hún er því orðin ansi sjóuð að tækla slúðrið. Mest lesið Caitlyn gefur út nýja og stærri línu fyrir MAC Glamour Óskarinn 2016: Best klæddu karlar Glamour Sarah Jessica Parker snýr aftur á skjáinn Glamour "Ekki horfa!“ Glamour Bleikur október beint af tískupöllunum Glamour Conor McGregor klæddist Gucci um helgina Glamour PETA mótmælir á hluthafafundi Hermes Glamour Vinsælasta gallabuxnasnið ársins Glamour Glæsileg samkvæmisklæði frá Gucci Glamour DKNY hættir við að sýna á tískuvikunni í New York Glamour
Leikararnir Jennifer Aniston og Justin Theroux hafa ákveðið að skilja eftir tveggja ára hjónaband. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá leikurunum sem segja skilnaðinn fara fram í mesta bróðerni og að þau ætli að halda áfram að hlúa að vinskapnum. Aniston og Theroux byrjuðu saman árið 2011 en giftu sig 2015. Í tilkynningunni kemur fram að þau hafi ákveðið að skilja í lok síðasta árs. „Undir venjulegum kringumstæðum hefðum við reynt að halda þessu frá kastljósi fjölmiðla en þar sem slúðurpressan getur ekki séð framhjá tækifæri til velta vöngum vildum við koma fram með réttar staðreyndir strax“ segir í tilkynningunni. Þetta er ekki í fyrsta sinn Aniston hefur fundið fyrir slúðurpressunni í Hollywood en þar hefur verið spáð og spekúlerað í öllu skrefum sem hún tekur í lífinu. Hún er því orðin ansi sjóuð að tækla slúðrið.
Mest lesið Caitlyn gefur út nýja og stærri línu fyrir MAC Glamour Óskarinn 2016: Best klæddu karlar Glamour Sarah Jessica Parker snýr aftur á skjáinn Glamour "Ekki horfa!“ Glamour Bleikur október beint af tískupöllunum Glamour Conor McGregor klæddist Gucci um helgina Glamour PETA mótmælir á hluthafafundi Hermes Glamour Vinsælasta gallabuxnasnið ársins Glamour Glæsileg samkvæmisklæði frá Gucci Glamour DKNY hættir við að sýna á tískuvikunni í New York Glamour