Bíó og sjónvarp

Frumsýning á stuttmynd: María sópaði til sín verðlaunum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Myndin er skáldsaga sem sýnir hvernig persóna á einhverfurófinu upplifir umhverfið.
Myndin er skáldsaga sem sýnir hvernig persóna á einhverfurófinu upplifir umhverfið.
María Carmela Torrini er nemandi í kvikmyndagerð við fjölbrautaskólann við Ármúla en hún sendi á dögunum inn stuttmyndina Reglur Leiksins í Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna þar sem hún hlaut verðlaun fyrir bestu myndina, besta leik, bestu tækni og áhorfendaverðlaunin.

Í tilefni þess að í næsta mánuði er mánuður einhverfu þá frumsýnir Lífið þessa verðlaunastuttmynd. Apríl er mánuður einhverju og er þá blái liturinn áberandi.

„Myndin er skáldsaga sem sýnir hvernig persóna á einhverfurófinu upplifir umhverfið í kringum sig. Ég skrifaði handritið vegna þess að mig langar að gefa krökkum, unglingum og fullorðnum tækifæri til að skilja betur manneskju á einhverfurófinu sem kann ekki að útskýra það sjálf,“ segir María.

„Aðalpersóna myndarinnar er byggð á minni eigin reynslu með einhverfu og þar sem ég hef hæfnina í að setja það í mynd ákvað ég að gera það í von um að þeir sem sæju myndina gætu fengið að skyggnast svolítið inn í þennan heim.“

Hér að neðan má sjá myndina í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×