Þórey Rósa: Slóvenar eru lið sem hentar okkur ágætlega Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 21. mars 2018 14:30 Þórey Rósa Stefánsdóttir á að baki 80 A-landsleiki fyrir Ísland. vísir/ernir Þórey Rósa Stefánsdóttir, annar fyrirliða íslenska landsliðsins í handbolta, er bjartsýn á möguleika liðsins gegn Slóveníu, en liðin mætast í mikilvægum leik í undankeppni EM í Frakklandi í Laugardalshöll í kvöld. „Ég er spennt fyrir því að spila aftur landsleik, það er orðið svolítið síðan síðast og það er alltaf gaman að spila landsleik hérna heima,“ sagði Þórey Rósa á blaðamannafundi HSÍ fyrir leikinn í kvöld. „Við erum klárlega minna liðið í þessum leik. Þær hafa verið að gera góða hluti á síðustu mánuðum og ári, en ég held samt sem áður að þetta sé lið sem hentar okkur ágætlega og ég tel okkur hafa góðar lausnir og bíð spennt eftir að sjá hvernig það kemur út.“ Íslenska liðið verður að ná í sigur í þessum leik ætli það sér að komast í lokakeppnina. Liðið tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum í riðlinum og situr á botninum án stiga. „Ef við ætlum okkur á næsta stórmót þá verðum við að gjöra svo vel og vinna þessa leiki. Það er klárlega spark í rassinn að standa sig.“ Ísland fékk stóran skell á móti frændum okkar Dönum í síðasta leik í keppninni í október þar sem liðið tapaði með 15 mörkum í Laugardalshöllinni og skoraði aðeins fjögur mörk í fyrri hálfleik. Þórey sagðist ekki halda að það tap sitji neitt í íslensku stelpunum. „Við tókum góða ferð til Þýskalands og Slóvakíu og náðum að þjappa okkur vel saman og spila góða leiki, í bland við slæman leik, og ég vona að við tökum góðu hlutina með okkur.“ Liðið kom saman á sunnudaginn, en síðasta umferð Olís deildar kvenna fór fram á laugardag. Það var því stuttur tími sem landsliðsþjálfarinn Axel Stefánsson hafði til að stilla saman strengi og undirbúa liðið. „Já, auðvitað [hefur það áhrif], en það eru öll liðin í sömu stöðu. Þetta snýst um að spila vel með sínu félagsliði líka og vera í góðu standi þegar þú mætir í landsliðið,“ sagði Þórey Rósa Stefánsdóttir. Leikur Íslands og Slóveníu hefst klukkan 19:30 í Laugardalshöll og er frítt inn á leikinn fyrir alla aldurshópa. Handbolti Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Fleiri fréttir Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Sjá meira
Þórey Rósa Stefánsdóttir, annar fyrirliða íslenska landsliðsins í handbolta, er bjartsýn á möguleika liðsins gegn Slóveníu, en liðin mætast í mikilvægum leik í undankeppni EM í Frakklandi í Laugardalshöll í kvöld. „Ég er spennt fyrir því að spila aftur landsleik, það er orðið svolítið síðan síðast og það er alltaf gaman að spila landsleik hérna heima,“ sagði Þórey Rósa á blaðamannafundi HSÍ fyrir leikinn í kvöld. „Við erum klárlega minna liðið í þessum leik. Þær hafa verið að gera góða hluti á síðustu mánuðum og ári, en ég held samt sem áður að þetta sé lið sem hentar okkur ágætlega og ég tel okkur hafa góðar lausnir og bíð spennt eftir að sjá hvernig það kemur út.“ Íslenska liðið verður að ná í sigur í þessum leik ætli það sér að komast í lokakeppnina. Liðið tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum í riðlinum og situr á botninum án stiga. „Ef við ætlum okkur á næsta stórmót þá verðum við að gjöra svo vel og vinna þessa leiki. Það er klárlega spark í rassinn að standa sig.“ Ísland fékk stóran skell á móti frændum okkar Dönum í síðasta leik í keppninni í október þar sem liðið tapaði með 15 mörkum í Laugardalshöllinni og skoraði aðeins fjögur mörk í fyrri hálfleik. Þórey sagðist ekki halda að það tap sitji neitt í íslensku stelpunum. „Við tókum góða ferð til Þýskalands og Slóvakíu og náðum að þjappa okkur vel saman og spila góða leiki, í bland við slæman leik, og ég vona að við tökum góðu hlutina með okkur.“ Liðið kom saman á sunnudaginn, en síðasta umferð Olís deildar kvenna fór fram á laugardag. Það var því stuttur tími sem landsliðsþjálfarinn Axel Stefánsson hafði til að stilla saman strengi og undirbúa liðið. „Já, auðvitað [hefur það áhrif], en það eru öll liðin í sömu stöðu. Þetta snýst um að spila vel með sínu félagsliði líka og vera í góðu standi þegar þú mætir í landsliðið,“ sagði Þórey Rósa Stefánsdóttir. Leikur Íslands og Slóveníu hefst klukkan 19:30 í Laugardalshöll og er frítt inn á leikinn fyrir alla aldurshópa.
Handbolti Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Fleiri fréttir Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Sjá meira