Helgi Magnússon snýr aftur í KR Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 23. mars 2018 11:46 Helgi Már í leik með KR vísir Helgi Már Magnússon er á leiðinni aftur til Íslands og mun spila með KR það sem eftir lifir úrslitakeppninni. Þetta staðfesti Böðvar Guðjónsson, varaformaður körfuknattleiksdeildar KR og formaður meistaraflokksráðs karla, í samtali við Vísi í dag. Helgi Már er fyrrum landsliðsmaður og spilaði lengi vel með KR, Hann lagði skóna á hilluna árið 2016 þegar hann flutti með fjölskyldu sinni til Washington. Nú mun hann hins vegar dusta af þeim rykið og mæta til leiks með KR í undanúrslit Domino's deildar karla. KR hefur verið að glíma við mikil meiðsli að undanförnu, Brynjar Þór Björnsson fyrirliði fingurbrotnaði fyrr í mánuðinum og Jón Arnór Stefánsson meiddist á nára í leik KR og Njarðvíkur í gær. „Eins og veturinn er búinn að vera er búið að vera gríðarlega mikið um meiðsli hjá okkur og það gefur auga leið að fyrst við eigum Helga Magnússon að fljúga honum heim og hann tekur slaginn með okkur,“ sagði Böðvar. Jón Arnór er á leið í myndatöku í dag og því er lítið hægt að segja um ástand hans að svo stöddu. Þetta eru nárameiðsli, en þó ekki þau sem Jón hefur verið að glíma við í vetur heldur hinu megin. Böðvar sagðist ekki hafa neinar áhyggjur af ástandi Helga þrátt fyrir að skórnir hafi verið á hillunni í tæp tvö ár. „Hann er einn af þeim sem hugsar gríðarlega vel um sjálfan sig, matarræðið og æfingar og annað. Er búinn að vera að spila aðeins körfubolta í Washington.“ „Hann mun væntanlega koma af bekknum og hjálpa okkur með það sem þarf. Þetta er leikmaður sem þekkir allt út og inn í KR, þekkir kerfi liðsins og frábær í klefanum. Það er mjög auðvelt að koma honum inn í hlutina.“ Helgi kom til landsins í vetur og kíkti á æfingu hjá KR ásamt því sem hann spilaði með KR-b gegn Breiðabliki í Maltbikarnum og skoraði 29 stig. Hann kemur til landsins á þriðjudag og verður í svarthvítu treyjunni í fyrsta leik undanúrslitanna en þau hefjast 4. apríl. Dominos-deild karla Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Enski boltinn Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Sjá meira
Helgi Már Magnússon er á leiðinni aftur til Íslands og mun spila með KR það sem eftir lifir úrslitakeppninni. Þetta staðfesti Böðvar Guðjónsson, varaformaður körfuknattleiksdeildar KR og formaður meistaraflokksráðs karla, í samtali við Vísi í dag. Helgi Már er fyrrum landsliðsmaður og spilaði lengi vel með KR, Hann lagði skóna á hilluna árið 2016 þegar hann flutti með fjölskyldu sinni til Washington. Nú mun hann hins vegar dusta af þeim rykið og mæta til leiks með KR í undanúrslit Domino's deildar karla. KR hefur verið að glíma við mikil meiðsli að undanförnu, Brynjar Þór Björnsson fyrirliði fingurbrotnaði fyrr í mánuðinum og Jón Arnór Stefánsson meiddist á nára í leik KR og Njarðvíkur í gær. „Eins og veturinn er búinn að vera er búið að vera gríðarlega mikið um meiðsli hjá okkur og það gefur auga leið að fyrst við eigum Helga Magnússon að fljúga honum heim og hann tekur slaginn með okkur,“ sagði Böðvar. Jón Arnór er á leið í myndatöku í dag og því er lítið hægt að segja um ástand hans að svo stöddu. Þetta eru nárameiðsli, en þó ekki þau sem Jón hefur verið að glíma við í vetur heldur hinu megin. Böðvar sagðist ekki hafa neinar áhyggjur af ástandi Helga þrátt fyrir að skórnir hafi verið á hillunni í tæp tvö ár. „Hann er einn af þeim sem hugsar gríðarlega vel um sjálfan sig, matarræðið og æfingar og annað. Er búinn að vera að spila aðeins körfubolta í Washington.“ „Hann mun væntanlega koma af bekknum og hjálpa okkur með það sem þarf. Þetta er leikmaður sem þekkir allt út og inn í KR, þekkir kerfi liðsins og frábær í klefanum. Það er mjög auðvelt að koma honum inn í hlutina.“ Helgi kom til landsins í vetur og kíkti á æfingu hjá KR ásamt því sem hann spilaði með KR-b gegn Breiðabliki í Maltbikarnum og skoraði 29 stig. Hann kemur til landsins á þriðjudag og verður í svarthvítu treyjunni í fyrsta leik undanúrslitanna en þau hefjast 4. apríl.
Dominos-deild karla Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Enski boltinn Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Sjá meira