Frammistaða sem lofar mjög góðu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. apríl 2018 08:00 Aron Pálmarsson ræðir við Elvar Örn Jónsson. Vísir/Eyþór „Frammistaðan á móti heimsmeisturum Frakka var algjörlega stórkostleg. Þetta var frábær leikur af okkar hálfu, bæði í vörn og sókn,“ segir Guðmundur Guðmundsson við Fréttablaðið eftir tveggja marka tap íslenska handboltalandsliðsins fyrir því franska, 26-28, í síðasta leik þess í Gulldeildinni, fjögurra þjóða móti sem fór fram í Björgvin í Noregi. Þótt allir leikirnir á mótinu hafi tapast var frammistaðan til mikillar fyrirmyndar, sérstaklega í ljósi þess hversu ungt íslenska liðið var. Þá gátu Rúnar Kárason og Ágúst Birgisson ekkert verið með vegna meiðsla og Aron Pálmarsson og Haukur Þrastarson léku ekki með gegn Frökkum vegna smávægilegra meiðsla. „Við mátuðum okkur við þrjú af fimm bestu landsliðum heims; Norðmenn á heimavelli, Ólympíumeistara Dana og heimsmeistara Frakka. Við sýnum styrk með því að vera í jöfnum leikjum á móti þessum frábæru liðum. Við getum verið stoltir af því sem við höfum verið að gera,“ segir Guðmundur sem gaf sex nýliðum tækifæri í Gulldeildinni: Hauki, Viktori Gísla Hallgrímssyni, Teiti Erni Einarssyni, Ragnari Jóhannssyni, Elvari Erni Jónssyni og Alexander Erni Júlíussyni. Þeir tveir síðastnefndu stimpluðu sig vel inn gegn frönsku heimsmeisturunum í gær.Breyttur varnarleikur Elvar var markahæstur í íslenska liðinu með sjö mörk og Alexander spilaði vörnina og gerði það vel. Hann var oft og iðulega mættur út á punktalínu til að brjóta á frönsku leikmönnunum sem var lýsandi fyrir þær breytingar sem Guðmundur hefur gert á íslenska varnarleiknum. „Ég sá framfarir í varnarleiknum í dag [í gær]. Vörnin var á köflum ágæt á móti Noregi en gegn Frakklandi var hún algjörlega til fyrirmyndar,“ segir Guðmundur. „Þetta tekur tíma. Við fengum bara tvo daga til að æfa og erum að gjörbreyta varnarleiknum og líka fullt af hlutum í sókninni. Þar fyrir utan erum við komnir með algjörlega nýtt lið. Það voru meiðsli og forföll og við vorum í þessari stöðu. Frammistaðan hjá kornungu liði Íslands var til fyrirmyndar í dag, á móti heimsmeisturunum sem voru með sitt sterkasta lið fyrir utan einn mann.“ Aðspurður hvað hefði mátt betur fara í leikjum helgarinnar nefndi Guðmundur sóknarleikinn gegn Dönum. „Það er svo stutt á milli. Í leiknum gegn Dönum kom smá óðagot í sókninni og við slúttuðum of snemma. Við gáfum okkur ekki nægilega mikinn tíma í nokkrar sóknir og spiluðum yfirtöluna ekki nógu vel,“ segir Guðmundur. Gegn Dönum var staðan jöfn, 24-24, þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Þá fór sóknin að hiksta og Ólympíumeistararnir gengu á lagið og unnu að lokum þriggja marka sigur, 31-28. Rasmus Lauge reyndist íslenska liðinu erfiður á laugardaginn og skoraði 13 mörk.Kornungir leikstjórnendur Gísli Þorgeir Kristjánsson stýrði íslensku sókninni lengst af í leikjunum í Noregi og fórst það vel úr hendi. Hann skoraði einnig fimm mörk gegn Danmörku og var markahæstur Íslendinga ásamt Aroni og Stefáni Rafni Sigurmannssyni sem, auk þess að spila í vinstra horninu, leysti stöðu bakvarðar í vörn. Líkt og gegn Norðmönnum kom Haukur inn á í seinni hálfleik gegn Dönum. Selfyssingurinn 16 ára skoraði tvö mörk og var hvergi banginn þrátt fyrir ungan aldur og litla reynslu á stóra sviðinu. Næst á dagskrá hjá íslenska landsliðinu eru leikirnir tveir í júní gegn Litháen í umspili um sæti á HM 2019. „Nú fara menn til sinna félaga. Þar er staðan á mönnum mjög mismunandi eftir því hversu stórt hlutverk þeirra er. Þeir þurfa að gæta þess að halda sér toppstandi. Síðan er mjög mismunandi hvenær þeir eru búnir og við hittumst ekki fyrr en í júní. Við verðum að sjá hversu snemma við getum hafið æfingar með hluta af hópnum,“ segir Guðmundur. Handbolti Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira
„Frammistaðan á móti heimsmeisturum Frakka var algjörlega stórkostleg. Þetta var frábær leikur af okkar hálfu, bæði í vörn og sókn,“ segir Guðmundur Guðmundsson við Fréttablaðið eftir tveggja marka tap íslenska handboltalandsliðsins fyrir því franska, 26-28, í síðasta leik þess í Gulldeildinni, fjögurra þjóða móti sem fór fram í Björgvin í Noregi. Þótt allir leikirnir á mótinu hafi tapast var frammistaðan til mikillar fyrirmyndar, sérstaklega í ljósi þess hversu ungt íslenska liðið var. Þá gátu Rúnar Kárason og Ágúst Birgisson ekkert verið með vegna meiðsla og Aron Pálmarsson og Haukur Þrastarson léku ekki með gegn Frökkum vegna smávægilegra meiðsla. „Við mátuðum okkur við þrjú af fimm bestu landsliðum heims; Norðmenn á heimavelli, Ólympíumeistara Dana og heimsmeistara Frakka. Við sýnum styrk með því að vera í jöfnum leikjum á móti þessum frábæru liðum. Við getum verið stoltir af því sem við höfum verið að gera,“ segir Guðmundur sem gaf sex nýliðum tækifæri í Gulldeildinni: Hauki, Viktori Gísla Hallgrímssyni, Teiti Erni Einarssyni, Ragnari Jóhannssyni, Elvari Erni Jónssyni og Alexander Erni Júlíussyni. Þeir tveir síðastnefndu stimpluðu sig vel inn gegn frönsku heimsmeisturunum í gær.Breyttur varnarleikur Elvar var markahæstur í íslenska liðinu með sjö mörk og Alexander spilaði vörnina og gerði það vel. Hann var oft og iðulega mættur út á punktalínu til að brjóta á frönsku leikmönnunum sem var lýsandi fyrir þær breytingar sem Guðmundur hefur gert á íslenska varnarleiknum. „Ég sá framfarir í varnarleiknum í dag [í gær]. Vörnin var á köflum ágæt á móti Noregi en gegn Frakklandi var hún algjörlega til fyrirmyndar,“ segir Guðmundur. „Þetta tekur tíma. Við fengum bara tvo daga til að æfa og erum að gjörbreyta varnarleiknum og líka fullt af hlutum í sókninni. Þar fyrir utan erum við komnir með algjörlega nýtt lið. Það voru meiðsli og forföll og við vorum í þessari stöðu. Frammistaðan hjá kornungu liði Íslands var til fyrirmyndar í dag, á móti heimsmeisturunum sem voru með sitt sterkasta lið fyrir utan einn mann.“ Aðspurður hvað hefði mátt betur fara í leikjum helgarinnar nefndi Guðmundur sóknarleikinn gegn Dönum. „Það er svo stutt á milli. Í leiknum gegn Dönum kom smá óðagot í sókninni og við slúttuðum of snemma. Við gáfum okkur ekki nægilega mikinn tíma í nokkrar sóknir og spiluðum yfirtöluna ekki nógu vel,“ segir Guðmundur. Gegn Dönum var staðan jöfn, 24-24, þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Þá fór sóknin að hiksta og Ólympíumeistararnir gengu á lagið og unnu að lokum þriggja marka sigur, 31-28. Rasmus Lauge reyndist íslenska liðinu erfiður á laugardaginn og skoraði 13 mörk.Kornungir leikstjórnendur Gísli Þorgeir Kristjánsson stýrði íslensku sókninni lengst af í leikjunum í Noregi og fórst það vel úr hendi. Hann skoraði einnig fimm mörk gegn Danmörku og var markahæstur Íslendinga ásamt Aroni og Stefáni Rafni Sigurmannssyni sem, auk þess að spila í vinstra horninu, leysti stöðu bakvarðar í vörn. Líkt og gegn Norðmönnum kom Haukur inn á í seinni hálfleik gegn Dönum. Selfyssingurinn 16 ára skoraði tvö mörk og var hvergi banginn þrátt fyrir ungan aldur og litla reynslu á stóra sviðinu. Næst á dagskrá hjá íslenska landsliðinu eru leikirnir tveir í júní gegn Litháen í umspili um sæti á HM 2019. „Nú fara menn til sinna félaga. Þar er staðan á mönnum mjög mismunandi eftir því hversu stórt hlutverk þeirra er. Þeir þurfa að gæta þess að halda sér toppstandi. Síðan er mjög mismunandi hvenær þeir eru búnir og við hittumst ekki fyrr en í júní. Við verðum að sjá hversu snemma við getum hafið æfingar með hluta af hópnum,“ segir Guðmundur.
Handbolti Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira