Telja Marel of stórt fyrir Ísland Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. apríl 2018 13:51 Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marels. Vísir/Valli Marel er orðið „of stórt fyrir það takmarkaða fjárfestamengi sem íslenskur hlutabréfamarkaður býður upp á“ að mati greiningar Arion banka. Markaðsverðmæti Marel er þriðjungur af samanlögðu heildarverðmæti allra félaga á aðallista Kauphallar Íslands. Markaðsvirði Marel er í dag um 260 milljarðar króna. Í lok síðasta árs áttu íslenskir lífeyrissjóðir 40 prósent af útistandandi hlutum í félaginu eða um 106 milljarða króna sem er um fjórðungur af innlendri hlutabréfaeign lífeyrissjóðanna. Skráning í erlendri kauphöll mun að líkindum opna möguleikann á því fyrir lífeyrissjóði og aðra innlenda fjárfesta að skilgreina hluti í Marel sem erlenda eign. Marel er mjög stórt félag á heimsvísu í sínum geira en um 99 prósent tekna félagsins koma frá útlöndum og mikill meirihluti framleiðslu og þjónustu fer fram utan landsteinanna þótt fyrirtækið eigi sér íslenskar rætur og eigendur séu nær alfarið íslenskir. „Ætli megi ekki segja að Marel hafi náð mjög góðum árangri á alþjóðamarkaði að öllu leyti nema kannski að laða að erlenda fjárfesta. Sú ákvörðun Marel að skoða skráningu erlendis ættu því ekki að koma á óvart,“ segir í í markaðspunktum greiningardeildar Arion banka í dag þar sem Marel er til umfjöllunar. Greiningardeildin tilgreinir rök fyrir erlendri skráningu í sex liðum. Í fyrsta lagi auki það flækjustigið fyrir erlenda fjárfesta að eiga viðskipti með bréf í krónum. Íslenska krónan vefjist fyrir alþjóðlegum fjárfestum og þótt sjóðstreymið sé í erlendum gjaldmiðlum þá sé verðmyndun í félaginu ekki ónæm fyrir sveiflum í krónunni. Í öðru lagi sé seljanleiki hlutabréfa Marel minni á aðallista Kauphallar Íslands vegna einsleitni íslenska fjárfestaumhverfisins. Alls konar séríslenskar aðstæður hafi áhrif á verð og veltu hlutabréfa í Marel sem hafi lítið að gera með afkomu og horfur félagsins. Í þriðja lagi virðast stærstu fjárfestarnir á Íslandi, lífeyrissjóðirnir og verðbréfasjóðir, telja það óæskilegt að auka áhættu sína gagvnart Marel. „Því miður þá virðist félagið eiginlega orðið of stórt fyrir það takmarkaða fjárfestamengi sem íslenskur hlutabréfamarkaður býður upp á – eða sé litið á málið frá annarri hlið, þá hefur fjárfestamengið ekki fylgt stækkun Marel,“ segir þar. Í fjórða lagi hafi krónan, lítið mengi fjárfesta og íslenskar aðstæður áhrif á verðmyndun sem leiði til minni seljanleika. Þá sé betra að gefa út nýja hluti í erlendri kauphöll þar sem þá sé hægt að gefa út þessa hluti í annarri mynt en krónu. „Marel hyggst vaxa um 12 próesnt að meðaltali næstu ár og um helmingur þess með ytri vexti. Eftir því sem eigin bréf Marel eru betri gjaldmiðill þeim mun betur gagnast þau við ytri vöxt.“ Þá nefnir greiningardeildin að ef Marel væri skráð erlendis þá væri meiri áhugi á félaginu í útlöndum og þá myndu fleiri birta reglulegar greiningar á félaginu.Markaðspunktar. Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Skipta dekkin máli? Samstarf Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Sjá meira
Marel er orðið „of stórt fyrir það takmarkaða fjárfestamengi sem íslenskur hlutabréfamarkaður býður upp á“ að mati greiningar Arion banka. Markaðsverðmæti Marel er þriðjungur af samanlögðu heildarverðmæti allra félaga á aðallista Kauphallar Íslands. Markaðsvirði Marel er í dag um 260 milljarðar króna. Í lok síðasta árs áttu íslenskir lífeyrissjóðir 40 prósent af útistandandi hlutum í félaginu eða um 106 milljarða króna sem er um fjórðungur af innlendri hlutabréfaeign lífeyrissjóðanna. Skráning í erlendri kauphöll mun að líkindum opna möguleikann á því fyrir lífeyrissjóði og aðra innlenda fjárfesta að skilgreina hluti í Marel sem erlenda eign. Marel er mjög stórt félag á heimsvísu í sínum geira en um 99 prósent tekna félagsins koma frá útlöndum og mikill meirihluti framleiðslu og þjónustu fer fram utan landsteinanna þótt fyrirtækið eigi sér íslenskar rætur og eigendur séu nær alfarið íslenskir. „Ætli megi ekki segja að Marel hafi náð mjög góðum árangri á alþjóðamarkaði að öllu leyti nema kannski að laða að erlenda fjárfesta. Sú ákvörðun Marel að skoða skráningu erlendis ættu því ekki að koma á óvart,“ segir í í markaðspunktum greiningardeildar Arion banka í dag þar sem Marel er til umfjöllunar. Greiningardeildin tilgreinir rök fyrir erlendri skráningu í sex liðum. Í fyrsta lagi auki það flækjustigið fyrir erlenda fjárfesta að eiga viðskipti með bréf í krónum. Íslenska krónan vefjist fyrir alþjóðlegum fjárfestum og þótt sjóðstreymið sé í erlendum gjaldmiðlum þá sé verðmyndun í félaginu ekki ónæm fyrir sveiflum í krónunni. Í öðru lagi sé seljanleiki hlutabréfa Marel minni á aðallista Kauphallar Íslands vegna einsleitni íslenska fjárfestaumhverfisins. Alls konar séríslenskar aðstæður hafi áhrif á verð og veltu hlutabréfa í Marel sem hafi lítið að gera með afkomu og horfur félagsins. Í þriðja lagi virðast stærstu fjárfestarnir á Íslandi, lífeyrissjóðirnir og verðbréfasjóðir, telja það óæskilegt að auka áhættu sína gagvnart Marel. „Því miður þá virðist félagið eiginlega orðið of stórt fyrir það takmarkaða fjárfestamengi sem íslenskur hlutabréfamarkaður býður upp á – eða sé litið á málið frá annarri hlið, þá hefur fjárfestamengið ekki fylgt stækkun Marel,“ segir þar. Í fjórða lagi hafi krónan, lítið mengi fjárfesta og íslenskar aðstæður áhrif á verðmyndun sem leiði til minni seljanleika. Þá sé betra að gefa út nýja hluti í erlendri kauphöll þar sem þá sé hægt að gefa út þessa hluti í annarri mynt en krónu. „Marel hyggst vaxa um 12 próesnt að meðaltali næstu ár og um helmingur þess með ytri vexti. Eftir því sem eigin bréf Marel eru betri gjaldmiðill þeim mun betur gagnast þau við ytri vöxt.“ Þá nefnir greiningardeildin að ef Marel væri skráð erlendis þá væri meiri áhugi á félaginu í útlöndum og þá myndu fleiri birta reglulegar greiningar á félaginu.Markaðspunktar.
Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Skipta dekkin máli? Samstarf Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Sjá meira