Körfubolti

Finnur Atli ráðinn styrktarþjálfari í Ungverjalandi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Finnur Atli Magnússon.
Finnur Atli Magnússon. Vísir/Bára
Finnur Atli Magnússon verður ekki með deildarmeisturum Hauka á næsta tímabili í Domino's deild karla. Hann er á leið út til Ungverjalands þar sem hann verður styrktarþjálfari ungverska liðsins Cegled.

Finnur staðfesti þetta við Karfan.is í morgun. Unnusta Finns, Íslandsmeistarinn Helena Sverrisdóttir, samdi við Cegled um að leika með liðinu á næsta tímabili eins og greint var frá í gær.

„Ég er bara gríðarlega spenntur fyrir þessu starfi,“ sagði Finnur Atli í viðtalinu en hann mun að öllum líkindum ekki spila körfubolta á næsta tímabili.

Haukar missa þarna lykilmann úr liðinu sem komst í undanúrslit Domino's deildarinnar í vetur. Finnur var með 9,1 stig og 7,1 frákast að meðaltali í leik. Þá er Breki Gylfason einnig á leið frá Haukum en hann er á leið til Bandaríkjanna í nám.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×