Handbolti

„Hún er tveimur metrum hærri og þremur metrum breiðari en ég“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Crina-Elena Pintea, til vinstri, er engin smásmíði.
Crina-Elena Pintea, til vinstri, er engin smásmíði. Vísir/Getty

Norska kvennalandsliðið í handbolta á ekki mikla möguleika á því að spila um verðlaun á EM í Frakklandi eftir að liðið steinlá á móti Rúmenum í gær. Rúmenar fara með fullt hús inn í milliriðill en Þórir Hergeirssonar og norsku stelpurnar mæta þar stigalausar.

Rúmenski línumaðurinn Crina-Elena Pintea skapaði mikinn usla í norsku vörninni en hún er 192 sentímetrar á hæð og 85 kíló. Norsku stelpurnar eru mun lágvaxnari og léttari og áttu fá svör við rúmenska risanum.

Crina-Elena Pintea skoraði þrjú mörk og fiskaði fjögur víti en rúmensku skytturnar fengu líka mikið pláss þökk sé henni.

„Þær voru betri en við í öllu. Pintea er tveimur metrum hærri og þremur metrum breiðari en ég. Við reyndum líka nokkur skítabrögð en við gátum ekki stoppað þær. Það var okkur ómögulegt. Við reyndum að ýta Pintea áður en hún fékk boltann en það dugði ekki heldur,“ sagði Veronica Kristiansen við Dagbladet.

Þórir Hergeirsson talaði líka um rúmenska línumanninn eftir leik.

„Línumaðurinn þeirra er stór og sterk. Við gætum hinsvegar stoppað hana á góðum degi. Það er ekki oft sem við mætum slíkum leikmanni og við leystum þetta ekki nógu vel,“ sagði Þórir við Dagbladet.

Hin 22 ára gamla Julia Dumanska í rúmenska markinu átti líka stórleik og var valin maður leiksins.

Stig liðanna í milliriðli Norðmanna:

1. Rúmenía 4 stig (+13 í markatölu)
2. Holland 4 stig (+4 í markatölu)
3. Ungverjaland 2 stig (+3 í markatölu)
4. Þýskaland 2 stig (-4 í markatölu)
5. Spánn 0 stig (-7 í markatölu)
6. Noregur 0 stig (-9 í markatölu)Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.