Handbolti

Enn einn stórleikur Guðjóns

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðjón í leik með Ljónunum.
Guðjón í leik með Ljónunum. vísir/getty

Guðjón Valur Sigurðsson átti enn einn frábæra leikinn fyrir Rhein-Neckar Löwen sem vann öruggan sigur á Magdeburg, 28-22, í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Ljónin gerðu í raun út um leikinn í fyrri hálfleik en þeir voru tíu mörkum yfir í hálfleik, 18-8. Eftirleikurinn auðveldur og aldrei spurning hvort liðið tæki sigurinn.

Guðjón Valur, sem var fyrr í dag orðaður við PSG eins og Vísir greindi frá, skoraði níu mörk fyrir Löwen og var markahæstur á vellinum. Alexander Petersson skoraði fjögur mörk. Ljónin með 25 stig í fjórða sætinu.

Annað Íslendingalið, Kiel, vann einnig öruggan sigur í kvöld en þeir unnu 32-18 sigur á Stuttgart eftir að hafa verið 17-11 yfir í hálfleik. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði eitt mark en Alfreð Gíslason og lærisveinar eru í öðru sætinu.

Bjarki Már Elísson skoraði tvö mörk er Füchse Berlín vann níu marka sigur á Gummersbach, 29-20 en Füchse var einnig níu mörkum yfir í hálfleik, 19-10. Liðið er í fimmta til sjötta sæti deildarinnar.

Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar í Erlangen unnu mikilvægan sigur á SG BBM Bietigheim á útivelli, 26-24. Eftir sigurinn er Erlangen komið upp í þrettánda sætið.

Kristianstad vann níu marka sigur á Karlskrona í sænsku úrvalsdeildinni, 36-27. Teitur Örn Einarsson skoraði fimm mörk en Arnar Freyr Arnarsson þrjú. Ólafur Guðmundsson komst ekki á blað en Kristianstad er á toppnum.


Tengdar fréttir

PSG vill Guðjón Val í stað Gensheimer

Franski miðillinn Le Parisien greinir frá því á vefsíðu sinni í kvöld að Guðjón Valur Sigurðsson sé á óskalista franska stórliðsins PSG.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.