Handbolti

Svíar töpuðu gegn Svartfjallalandi og eru í erfiðri stöðu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Svíarnir fyrir einn leikinn á EM.
Svíarnir fyrir einn leikinn á EM. mynd/ehf

Svíar urðu af mikilvægum stigum er Svíar töpuðu naumt, 30-28, gegn Svartfjallalandi í milliriðli á EM kvenna í handbolta sem spilað er í Frakklandi.

Afar mikið var skorað í fyrri hálfleik og voru Svartfellingar þremur mörkum yfir í hálfleik 18-14. Aldrei náðu Svíarnir að koma til baka og tveggja marka sigur Svartfellinga staðreynd.

Leikurinn var liður í milliriðla eitt og eru nú Svíarnir í afar erfiðri stöðu um að komast upp úr milliriðlinum. Bæði Svíþjóð og Svartfjallaland eru með tvö stig í riðlinum.

Markahæst Svía var þeirra besti og frægasti leikmaður, Isabelle Gullden, en hún skoraði sjö mörk úr tíu skotum. Jamina Roberts og Hanna Blomstrand skoruðu fjögur hvor.

Í liði Svartfellinga var það Jovanka Radicevic sem Svíarnir réðu ekkert við. Hún skoraði níu mörk úr fjórtán skotum en Majda Mehmedovic bætti við sjö mörkum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.