Tæklaði sænska stelpu út af EM en fékk ekki rautt og var síðan valin maður leiksins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2018 15:30 Katarina Bulatovic og Ema Ramusovic hjálpa Danielu Gustin af velli. Vísir/EPA Sænska landsliðskonan Daniela Gustin spilar ekki meira á EM kvenna í handbolta eftir mjög gróft brot frá leikmanni Svatfjallalands í fyrsta leik þjóðanna í milliriðli í gær. Nú er komið í ljós að hin sænska Daniela Gustin er með slitið krossband og verður lengi frá. Þetta er mikil áfall fyrir sænska landsliðið sem og félagsliðið hennar sem er þýska liðið SG BBM Bietigheim. Svartfellingurinn Milena Raicevic braut mjög illa á Danielu Gustin í hraðaupphlaupi undir lok leiksins. Daniela Gustin skoraði reyndar úr hraðaupphlaupinu en tækling Raicevic sleit hjá henni krossbandið.Svensk profil skrek av smerte – ut på båre https://t.co/6nEaxBm0IM#2handball — TV 2 Sporten (@2sporten) December 6, 2018Milena Raicevic fékk tvær mínútur frá dómurum leiksins en margir skilja hreinlega ekki hvernig hún gat ekki fengið rautt spjald fyrir þetta grófa brot. Handboltadómarar hafa verið að taka mjög hart á brotum í hraðaupphlaupum og þar fá leikmenn oft rauð spjöld fyrir minni snertingar. Þessi grófa tækling þótti hinsvegar ekki efni í rautt spjald. Til að kóróna allt þá var Milena Raicevic síðan valin maður leiksins af valnefnd EHF. Milena Raicevic átti vissulega góðan leik og gaf tíu stoðsendingar á félaga sína í liði Svartfjallalands. Hún skoraði reyndar bara eitt mark og átti síðan aldrei að klára leikinn. Brot Milena Raicevic kom í stöðunni 28-25 fyrir Svartfjallaland. Svartfjallaland vann síðan leikinn 30-28. Það má vissulega hrósa tveimur liðsfélögum Milena Raicevic fyrir hennar viðbrögð. Katarina Bulatovic og Ema Ramusovic hjálpuðu Danielu Gustin hágrátandi af velli. Minna heyrðist af viðbrögðum Milena Raicevic sem var þarna kominn í skammakrókinn en aðeins þó í bara tvær mínútur.This is handball Montenegro help Sweden's Daniela Gustin off the court after an injury #SWEMNE#ehfeuro2018#handballissime@hlandslagetpic.twitter.com/qfqPBUlC8a — EHF EURO (@EHFEURO) December 6, 2018 Handbolti Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Sjá meira
Sænska landsliðskonan Daniela Gustin spilar ekki meira á EM kvenna í handbolta eftir mjög gróft brot frá leikmanni Svatfjallalands í fyrsta leik þjóðanna í milliriðli í gær. Nú er komið í ljós að hin sænska Daniela Gustin er með slitið krossband og verður lengi frá. Þetta er mikil áfall fyrir sænska landsliðið sem og félagsliðið hennar sem er þýska liðið SG BBM Bietigheim. Svartfellingurinn Milena Raicevic braut mjög illa á Danielu Gustin í hraðaupphlaupi undir lok leiksins. Daniela Gustin skoraði reyndar úr hraðaupphlaupinu en tækling Raicevic sleit hjá henni krossbandið.Svensk profil skrek av smerte – ut på båre https://t.co/6nEaxBm0IM#2handball — TV 2 Sporten (@2sporten) December 6, 2018Milena Raicevic fékk tvær mínútur frá dómurum leiksins en margir skilja hreinlega ekki hvernig hún gat ekki fengið rautt spjald fyrir þetta grófa brot. Handboltadómarar hafa verið að taka mjög hart á brotum í hraðaupphlaupum og þar fá leikmenn oft rauð spjöld fyrir minni snertingar. Þessi grófa tækling þótti hinsvegar ekki efni í rautt spjald. Til að kóróna allt þá var Milena Raicevic síðan valin maður leiksins af valnefnd EHF. Milena Raicevic átti vissulega góðan leik og gaf tíu stoðsendingar á félaga sína í liði Svartfjallalands. Hún skoraði reyndar bara eitt mark og átti síðan aldrei að klára leikinn. Brot Milena Raicevic kom í stöðunni 28-25 fyrir Svartfjallaland. Svartfjallaland vann síðan leikinn 30-28. Það má vissulega hrósa tveimur liðsfélögum Milena Raicevic fyrir hennar viðbrögð. Katarina Bulatovic og Ema Ramusovic hjálpuðu Danielu Gustin hágrátandi af velli. Minna heyrðist af viðbrögðum Milena Raicevic sem var þarna kominn í skammakrókinn en aðeins þó í bara tvær mínútur.This is handball Montenegro help Sweden's Daniela Gustin off the court after an injury #SWEMNE#ehfeuro2018#handballissime@hlandslagetpic.twitter.com/qfqPBUlC8a — EHF EURO (@EHFEURO) December 6, 2018
Handbolti Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Sjá meira