Kauphöll í Kísildal mætir mótspyrnu Helgi Vífill Júlíusson skrifar 28. nóvember 2018 07:00 Marc Andreessen fjárfestir. NordicPhotos/Getty Stjórnarmaður í verðbréfaeftirliti Bandaríkjanna hefur sett sig upp á móti hugmyndum um að í Kísildalnum verði komið á fót óhefðbundinni kauphöll fyrir nýsköpunarfyrirtæki, herma heimildir The Wall Street Journal. Hugmyndin að baki kauphöllinni The Long-Term Stock Exchange er að því lengur sem hluthafi hafi átt í fyrirtæki því meira vægi hafi hann á hluthafafundi. Þeir sem standa að fyrirtækinu, sem meðal annars eru Marc Andreessen fjárfestir og Reid Hoffmann, stofnandi LinkedIn, hafa sagt að með þessu móti geti fyrirtækin lagt aukna áherslu á að móta stefnuna til framtíðar og það dragi úr þrýstingi frá fjárfestum sem horfi til skemmri tíma og hvetji fleiri sprotafyrirtæki til að safna fé á hlutabréfamörkuðum. Robert Jackson Jr., stjórnarmaður í Verðbréfaeftirlitinu, er sagður óttast að það muni tryggja stofnendum og fjárfestum sem leggja til fé snemma á æviskeiði fyrirtækis mikil völd á kostnað annarra hluthafa. Verðbréfaeftirlitið þarf að samþykkja stórtækar breytingar á starfsemi kauphalla og geta stjórnarmenn hægt á umsóknarferlinu með því að kalla eftir því að stjórnin kjósi um málið. Jackson tók fram fyrir hendurnar á starfsfólki eftirlitsins þegar það hugðist samþykkja umsókn kauphallarinnar. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Stjórnarmaður í verðbréfaeftirliti Bandaríkjanna hefur sett sig upp á móti hugmyndum um að í Kísildalnum verði komið á fót óhefðbundinni kauphöll fyrir nýsköpunarfyrirtæki, herma heimildir The Wall Street Journal. Hugmyndin að baki kauphöllinni The Long-Term Stock Exchange er að því lengur sem hluthafi hafi átt í fyrirtæki því meira vægi hafi hann á hluthafafundi. Þeir sem standa að fyrirtækinu, sem meðal annars eru Marc Andreessen fjárfestir og Reid Hoffmann, stofnandi LinkedIn, hafa sagt að með þessu móti geti fyrirtækin lagt aukna áherslu á að móta stefnuna til framtíðar og það dragi úr þrýstingi frá fjárfestum sem horfi til skemmri tíma og hvetji fleiri sprotafyrirtæki til að safna fé á hlutabréfamörkuðum. Robert Jackson Jr., stjórnarmaður í Verðbréfaeftirlitinu, er sagður óttast að það muni tryggja stofnendum og fjárfestum sem leggja til fé snemma á æviskeiði fyrirtækis mikil völd á kostnað annarra hluthafa. Verðbréfaeftirlitið þarf að samþykkja stórtækar breytingar á starfsemi kauphalla og geta stjórnarmenn hægt á umsóknarferlinu með því að kalla eftir því að stjórnin kjósi um málið. Jackson tók fram fyrir hendurnar á starfsfólki eftirlitsins þegar það hugðist samþykkja umsókn kauphallarinnar.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira