Viðskiptajöfrar krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. nóvember 2018 09:08 Áhrifafólk úr bresku viðskiptalífi telja að almenningur eigi að hafa lokaorðið um Brexit. Getty/David Cliff Rúmlega sjötíu framámenn í bresku viðskiptalífi birtu í dag opið bréf til stjórnvalda í breska dagblaðinu Sunday Times þar sem þess er krafist að lokasamningur um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu verði borinn undir þjóðina með þjóðaratkvæðagreiðslu. Í opna bréfinu eru viðraðar áhyggjur af þróun mála. Áhrifafólk úr bresku viðskiptalífi óttast mjög að landið dragi sig úr Evrópusambandinu án lokasamnings og þá einnig að stjórnvöld geri samning við Evrópusambandið sem feli í sér takmarkanir á aðgengi að innri markaði Evrópusambandsins.Óvissa og „hart Brexit“ hafi ekki verið á kjörseðlinum Viðskiptafólkið telur að útgangan og óvissan muni áfram hafa neikvæð áhrif á efnahagslífið og vinnandi fólk í landinu. Síðustu tvö ár hafi þegar leitt til samdráttar í fjárfestingum. Bréfritarar óttast annars vegar óvissuferðina sem felst í því að ganga að samningum með „bundið fyrir augun“ og hins vegar „skaðlegt hart Brexit“. „Með tilliti til þess að hvorugt var að finna á kjörseðlinum árið 2016 teljum við að þjóðin eigi að hafa lokaorðið um um samningana með þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Á meðal þeirra sem lögðu nafn sitt við bréfið sem birtist í Sunday Times eru framámenn í bresku viðskiptalífi á borð við framkvæmdastjóra Waterstone‘s bókabúðanna, Justin King, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sainsbury‘s, stjórnarmeðlimir Marks & Spencers. Brexit Tengdar fréttir May ávarpar Norðurlandaráð Þing Norðurlandaráðs hefst í Ósló í dag. Þar verður sjónum sérstaklega beint að ógnum við lýðræðið, frjálsa för á Norðurlöndunum og norrænt löggjafarsamstarf. 30. október 2018 07:45 Hundruð þúsunda fylktu liði gegn Brexit Um það bil 700 þúsund manns marseruðu í dag um miðborg London og kröfðust þess að kosið yrði aftur um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, Brexit. Slíkur fjöldi hefur ekki sést í mótmælagöngu í London síðan árið 2003, þegar Íraksstríðinu var mótmælt. 20. október 2018 21:15 Skotar ætla að halda táknrænt þjóðaratkvæði um Brexit Þjóðaratkvæðisgreiðslan væri ekki bindandi en gæti verið vandræðaleg fyrir bresku ríkisstjórnina. 25. október 2018 16:28 Theresa May og Katrín Jakobsdóttir funduðu Á tvíhliða fundi forsætisráðherranna kom í ljós skýr vilji til þess að tryggja réttindi Íslendinga og Breta þegar Bretland gengur formlega úr Evrópusambandinu eftir fimm mánuði. 30. október 2018 21:24 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Sjá meira
Rúmlega sjötíu framámenn í bresku viðskiptalífi birtu í dag opið bréf til stjórnvalda í breska dagblaðinu Sunday Times þar sem þess er krafist að lokasamningur um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu verði borinn undir þjóðina með þjóðaratkvæðagreiðslu. Í opna bréfinu eru viðraðar áhyggjur af þróun mála. Áhrifafólk úr bresku viðskiptalífi óttast mjög að landið dragi sig úr Evrópusambandinu án lokasamnings og þá einnig að stjórnvöld geri samning við Evrópusambandið sem feli í sér takmarkanir á aðgengi að innri markaði Evrópusambandsins.Óvissa og „hart Brexit“ hafi ekki verið á kjörseðlinum Viðskiptafólkið telur að útgangan og óvissan muni áfram hafa neikvæð áhrif á efnahagslífið og vinnandi fólk í landinu. Síðustu tvö ár hafi þegar leitt til samdráttar í fjárfestingum. Bréfritarar óttast annars vegar óvissuferðina sem felst í því að ganga að samningum með „bundið fyrir augun“ og hins vegar „skaðlegt hart Brexit“. „Með tilliti til þess að hvorugt var að finna á kjörseðlinum árið 2016 teljum við að þjóðin eigi að hafa lokaorðið um um samningana með þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Á meðal þeirra sem lögðu nafn sitt við bréfið sem birtist í Sunday Times eru framámenn í bresku viðskiptalífi á borð við framkvæmdastjóra Waterstone‘s bókabúðanna, Justin King, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sainsbury‘s, stjórnarmeðlimir Marks & Spencers.
Brexit Tengdar fréttir May ávarpar Norðurlandaráð Þing Norðurlandaráðs hefst í Ósló í dag. Þar verður sjónum sérstaklega beint að ógnum við lýðræðið, frjálsa för á Norðurlöndunum og norrænt löggjafarsamstarf. 30. október 2018 07:45 Hundruð þúsunda fylktu liði gegn Brexit Um það bil 700 þúsund manns marseruðu í dag um miðborg London og kröfðust þess að kosið yrði aftur um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, Brexit. Slíkur fjöldi hefur ekki sést í mótmælagöngu í London síðan árið 2003, þegar Íraksstríðinu var mótmælt. 20. október 2018 21:15 Skotar ætla að halda táknrænt þjóðaratkvæði um Brexit Þjóðaratkvæðisgreiðslan væri ekki bindandi en gæti verið vandræðaleg fyrir bresku ríkisstjórnina. 25. október 2018 16:28 Theresa May og Katrín Jakobsdóttir funduðu Á tvíhliða fundi forsætisráðherranna kom í ljós skýr vilji til þess að tryggja réttindi Íslendinga og Breta þegar Bretland gengur formlega úr Evrópusambandinu eftir fimm mánuði. 30. október 2018 21:24 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Sjá meira
May ávarpar Norðurlandaráð Þing Norðurlandaráðs hefst í Ósló í dag. Þar verður sjónum sérstaklega beint að ógnum við lýðræðið, frjálsa för á Norðurlöndunum og norrænt löggjafarsamstarf. 30. október 2018 07:45
Hundruð þúsunda fylktu liði gegn Brexit Um það bil 700 þúsund manns marseruðu í dag um miðborg London og kröfðust þess að kosið yrði aftur um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, Brexit. Slíkur fjöldi hefur ekki sést í mótmælagöngu í London síðan árið 2003, þegar Íraksstríðinu var mótmælt. 20. október 2018 21:15
Skotar ætla að halda táknrænt þjóðaratkvæði um Brexit Þjóðaratkvæðisgreiðslan væri ekki bindandi en gæti verið vandræðaleg fyrir bresku ríkisstjórnina. 25. október 2018 16:28
Theresa May og Katrín Jakobsdóttir funduðu Á tvíhliða fundi forsætisráðherranna kom í ljós skýr vilji til þess að tryggja réttindi Íslendinga og Breta þegar Bretland gengur formlega úr Evrópusambandinu eftir fimm mánuði. 30. október 2018 21:24