Saksóknari sagður klína sök á vinnandi fólk Kjartan Kjartansson skrifar 11. október 2018 15:37 Guðný Arna Sveinsdóttir fer yfir málin með verjanda sínum, Sigurði G. Guðjónssyni, í Héraðsdómi í gær. Vísir/Vilhelm Verjandi fyrrverandi fjármálastjóra Kaupþings sakaði saksóknara um að reyna að „klína sök“ á fólk fyrir að vinna vinnuna sína við aðalmeðferð málsins gegn honum í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Fjármálastjóranum er gefið að sök að hafa átt hlutdeild í umboðssvikum bankastjóra Kaupþings. Í ákæru á hendur Guðnýju Örnu Sveinsdóttir, þáverandi fjármálastjóra Kaupþings, er hún sökuð um að hafa átt hlutdeild í broti Hreiðars Más Sigurðssonar, þáverandi bankastjóra, þegar honum var veitt lán fyrir hlutabréfakaupum á grundvelli kaupréttar sem hann átti í ágúst árið 2008. Hreiðar Már hafi framið umboðssvik með því að láta bankann lána eignarhaldsfélags sínu þrátt fyrir að samþykki stjórnar og fullnægjandi veð skorti. Það á Guðný Arna að hafa gert með fyrirmælum til undirmanna um að ganga frá láninu eftir að Hreiðar Már tilkynnti að hann ætlaði að nýta sér kauprétt á bréfum í bankanum. Verjandi Hreiðars Más hefur byggt á því að lánið hafi verið hluti af starfskjörum hans samkvæmt kaupréttarstefnu bankans og að stjórn bankans hafi ekki þurft að samþykkja það sérstaklega. Sigurður G. Guðjónsson, skipaður verjandi Guðnýjar, sagði að eina sem hún hefði gert sem fjármálastjóri Kaupþingssamstæðunnar hafi verið að passa upp á að lánið væri veitt í samræmi við reglur bankans, að lánakjör væru rétt, að gengið væri frá skjölum og lánið greitt út. „Það þarf alveg sérstakt innræti og hugarfar að ætla að klína sök á fólk sem er að reyna að vinna vinnuna sína,“ sagði verjandinn.Segir saksóknara lesa tölvupóstana „öfugt“ Engin gögn í málinu bendi til þess að Guðný Arna hafi tekið ákvarðanir eða skipað fyrir um lánið. Hún hafi ekki getað tekið ákvörðun um það. Þá hafi ekki verið sýnt fram á að hún hafi hvorki haft neinn ásetning um að auðga einn né neinn með meintu broti né að brjóta reglur bankans. Vísaði Sigurður til tölvupóstsamskipta Guðnýjar Örnu við aðra starfsmenn bankans sem saksóknari byggir á þar sem hún virtist hafa spurningar um lánið til Hreiðars Más. Taldi verjandinn langsótt að ætla að dæma starfsmenn fyrir að senda tölvupósta til að tryggja að væri rétt gert. „Að lesa tölvupóstana jafn öfugt og saksóknari gerði í morgun er alveg með ólíkindum,“ sagði Sigurður. Endurtók lögmaðurinn gagnrýni sem hann hefur haft uppi á embætti sérstaks saksóknara sem starfaði á árunum eftir hrun þar til það varð að embætti héraðssaksóknara. Sérstakur saksóknari hafi gert bankafólk tortryggilegt til að sefa reiði í samfélaginu eftir hrunið. Sakaði hann saksóknara um að hafa gert Guðnýju Örnu og Hreiðar Má að sakamönnum vegna þess að annað þeirra átti réttindi á hendur vinnuveitenda sem vinnuveitandinn efndi og hinn starfsmaðurinn sá um að væri gert samkvæmt bókinni. Aðalmeðferð í málinu er lokið og má reikna með dómi innan fjögurra vikna. Tengdar fréttir Fjármálastjóri Kaupþings segist ekki hafa komið að lánveitingu til bankastjórans Fyrrverandi fjármálastjóri Kaupþings sem ákærður er fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings, segist ekki hafa komið að lánveitingu til hans eða tekið ákvarðanir um hana. 10. október 2018 13:48 Saksóknari krefst heimildar til að refsa Hreiðari Má frekar Ekki er mark takandi á framburði fyrrverandi stjórnarmanna og yfirmanna hjá Kaupþingi um að stjórn bankans hafi ekki þurft að samþykkja lán til Hreiðars Más Sigurðssonar bankastjóra sérstaklega skömmu fyrir fall bankans árið 2008. 11. október 2018 11:36 Segja lán Hreiðars Más hafa verið með samþykki stjórnar Saksóknari byggir meðal annars á að bankastjóri Kaupþings hafi látið bankann veita sér lán án samþykkis stjórnarinnar. 10. október 2018 16:00 Hreiðar Már segir hverja krónu hafa farið í ríkissjóð Þetta fullyrti Hreiðar Már í skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en hann er ákærður fyrir umboðs- og innherjasvik vegna viðskiptanna og láns bankans vegna þeirra. 10. október 2018 10:39 Verjandi telur mál gegn Hreiðari Má „fordæmalausa tilraunastarfsemi“ Mál gegn Hreiðari Má Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings, vegna lánveitingar sem tengdist hlutabréfakaupum og innherjasvika er „fordæmalaus tilraunastarfsemi“ að sögn verjanda hans. 11. október 2018 14:27 Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Verjandi fyrrverandi fjármálastjóra Kaupþings sakaði saksóknara um að reyna að „klína sök“ á fólk fyrir að vinna vinnuna sína við aðalmeðferð málsins gegn honum í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Fjármálastjóranum er gefið að sök að hafa átt hlutdeild í umboðssvikum bankastjóra Kaupþings. Í ákæru á hendur Guðnýju Örnu Sveinsdóttir, þáverandi fjármálastjóra Kaupþings, er hún sökuð um að hafa átt hlutdeild í broti Hreiðars Más Sigurðssonar, þáverandi bankastjóra, þegar honum var veitt lán fyrir hlutabréfakaupum á grundvelli kaupréttar sem hann átti í ágúst árið 2008. Hreiðar Már hafi framið umboðssvik með því að láta bankann lána eignarhaldsfélags sínu þrátt fyrir að samþykki stjórnar og fullnægjandi veð skorti. Það á Guðný Arna að hafa gert með fyrirmælum til undirmanna um að ganga frá láninu eftir að Hreiðar Már tilkynnti að hann ætlaði að nýta sér kauprétt á bréfum í bankanum. Verjandi Hreiðars Más hefur byggt á því að lánið hafi verið hluti af starfskjörum hans samkvæmt kaupréttarstefnu bankans og að stjórn bankans hafi ekki þurft að samþykkja það sérstaklega. Sigurður G. Guðjónsson, skipaður verjandi Guðnýjar, sagði að eina sem hún hefði gert sem fjármálastjóri Kaupþingssamstæðunnar hafi verið að passa upp á að lánið væri veitt í samræmi við reglur bankans, að lánakjör væru rétt, að gengið væri frá skjölum og lánið greitt út. „Það þarf alveg sérstakt innræti og hugarfar að ætla að klína sök á fólk sem er að reyna að vinna vinnuna sína,“ sagði verjandinn.Segir saksóknara lesa tölvupóstana „öfugt“ Engin gögn í málinu bendi til þess að Guðný Arna hafi tekið ákvarðanir eða skipað fyrir um lánið. Hún hafi ekki getað tekið ákvörðun um það. Þá hafi ekki verið sýnt fram á að hún hafi hvorki haft neinn ásetning um að auðga einn né neinn með meintu broti né að brjóta reglur bankans. Vísaði Sigurður til tölvupóstsamskipta Guðnýjar Örnu við aðra starfsmenn bankans sem saksóknari byggir á þar sem hún virtist hafa spurningar um lánið til Hreiðars Más. Taldi verjandinn langsótt að ætla að dæma starfsmenn fyrir að senda tölvupósta til að tryggja að væri rétt gert. „Að lesa tölvupóstana jafn öfugt og saksóknari gerði í morgun er alveg með ólíkindum,“ sagði Sigurður. Endurtók lögmaðurinn gagnrýni sem hann hefur haft uppi á embætti sérstaks saksóknara sem starfaði á árunum eftir hrun þar til það varð að embætti héraðssaksóknara. Sérstakur saksóknari hafi gert bankafólk tortryggilegt til að sefa reiði í samfélaginu eftir hrunið. Sakaði hann saksóknara um að hafa gert Guðnýju Örnu og Hreiðar Má að sakamönnum vegna þess að annað þeirra átti réttindi á hendur vinnuveitenda sem vinnuveitandinn efndi og hinn starfsmaðurinn sá um að væri gert samkvæmt bókinni. Aðalmeðferð í málinu er lokið og má reikna með dómi innan fjögurra vikna.
Tengdar fréttir Fjármálastjóri Kaupþings segist ekki hafa komið að lánveitingu til bankastjórans Fyrrverandi fjármálastjóri Kaupþings sem ákærður er fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings, segist ekki hafa komið að lánveitingu til hans eða tekið ákvarðanir um hana. 10. október 2018 13:48 Saksóknari krefst heimildar til að refsa Hreiðari Má frekar Ekki er mark takandi á framburði fyrrverandi stjórnarmanna og yfirmanna hjá Kaupþingi um að stjórn bankans hafi ekki þurft að samþykkja lán til Hreiðars Más Sigurðssonar bankastjóra sérstaklega skömmu fyrir fall bankans árið 2008. 11. október 2018 11:36 Segja lán Hreiðars Más hafa verið með samþykki stjórnar Saksóknari byggir meðal annars á að bankastjóri Kaupþings hafi látið bankann veita sér lán án samþykkis stjórnarinnar. 10. október 2018 16:00 Hreiðar Már segir hverja krónu hafa farið í ríkissjóð Þetta fullyrti Hreiðar Már í skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en hann er ákærður fyrir umboðs- og innherjasvik vegna viðskiptanna og láns bankans vegna þeirra. 10. október 2018 10:39 Verjandi telur mál gegn Hreiðari Má „fordæmalausa tilraunastarfsemi“ Mál gegn Hreiðari Má Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings, vegna lánveitingar sem tengdist hlutabréfakaupum og innherjasvika er „fordæmalaus tilraunastarfsemi“ að sögn verjanda hans. 11. október 2018 14:27 Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Fjármálastjóri Kaupþings segist ekki hafa komið að lánveitingu til bankastjórans Fyrrverandi fjármálastjóri Kaupþings sem ákærður er fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings, segist ekki hafa komið að lánveitingu til hans eða tekið ákvarðanir um hana. 10. október 2018 13:48
Saksóknari krefst heimildar til að refsa Hreiðari Má frekar Ekki er mark takandi á framburði fyrrverandi stjórnarmanna og yfirmanna hjá Kaupþingi um að stjórn bankans hafi ekki þurft að samþykkja lán til Hreiðars Más Sigurðssonar bankastjóra sérstaklega skömmu fyrir fall bankans árið 2008. 11. október 2018 11:36
Segja lán Hreiðars Más hafa verið með samþykki stjórnar Saksóknari byggir meðal annars á að bankastjóri Kaupþings hafi látið bankann veita sér lán án samþykkis stjórnarinnar. 10. október 2018 16:00
Hreiðar Már segir hverja krónu hafa farið í ríkissjóð Þetta fullyrti Hreiðar Már í skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en hann er ákærður fyrir umboðs- og innherjasvik vegna viðskiptanna og láns bankans vegna þeirra. 10. október 2018 10:39
Verjandi telur mál gegn Hreiðari Má „fordæmalausa tilraunastarfsemi“ Mál gegn Hreiðari Má Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings, vegna lánveitingar sem tengdist hlutabréfakaupum og innherjasvika er „fordæmalaus tilraunastarfsemi“ að sögn verjanda hans. 11. október 2018 14:27