Handbolti

Guðjón Valur með þrjú mörk í sigri

Dagur Lárusson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson.
Guðjón Valur Sigurðsson. vísir/getty
Guðjón Valur Sigurðsson skoraði þrjú mörk í sigri Rhein-Necker Löwen gegn Wetzlar í þýska handboltanum í dag.

 

Leikurinn var æsipennandi fór upphafi til enda en það stærsti markamunurinn á liðinum var aðeins fjögur mörk og var það í byrjun leiks. Eftir það skiptust liðin á að vera með forystuna og var staðan jöfn í hálfleiknum 15-15.

 

Spennan var gífurleg á síðustu mínútunum og hefðu bæði lið getað stolið sigrinum en það var að lokum Rhein-Necker sem stóð uppi sem sigurvegari en leikurinn endaði 26-25.

 

Alexander Petterson var ekki í leikmannahópi Rhein-Neckar í dag en Guðjón Valur spilaði allan leikinn og skoraði þrjú mörk.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×