Viðskipti innlent

Askja innkallar Kia Picanto TA

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Eldsneytishosur í bílunum gætu verið gallaðar.
Eldsneytishosur í bílunum gætu verið gallaðar. Askja

Bílaumboðið Askja mun þurfa að innkalla 64 bifreiðar af tegundinni Kia Picanto TA af árgerðunum 2011 og 2012.

Ástæða innköllunarinnar er að eldsneytishosur milli eldsneytistanks og áfyllingarrörs gætu verið gallaðar og valdið leka.

Á vef Neytendastofu segir að viðgerð felist í því að skipt verður um eldsneytishosur. Aðgerð er eigendum að kostnaðarlausu og tekur um eina klukkustund. Eigendum þessara bifreiða verður tilkynnt um innköllunina bréfleiðis.

Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við umboðið ef þeir eru í vafa.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.