Fótbolti

Heppinn að fá að spila með bæði Ronaldo og Messi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Nýir vinir. Dybala og Ronaldo eru að ná vel saman.
Nýir vinir. Dybala og Ronaldo eru að ná vel saman. vísir/getty

Marga knattspyrnumenn dreymir um að fá að spila með annað hvort Lionel Messi eða Cristiano Ronaldo en Paulo Dybala er svo lánsamur að fá að spila með þeim báðum.

Dybala er framherji hjá Juventus, og því nýbyrjaður að spila með Ronaldo, og svo spilar hann landsleiki með Messi.

„Ég er mjög heppinn að fá að spila með þeim báðum. Það er vissulega mjög skemmtilegt,“ segir Dybala og ber Ronaldo vel söguna.

„Hann er frábær leikmaður og við erum alltaf að kynnast honum betur.“

Dybala spilaði með Argentínu gegn Kólumbíu í nótt en leik liðanna lyktaði með markalausu jafntefli.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.