Handbolti

Aðalsteinn byrjar vel með Erlangen - Arnór Þór markahæstur

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Arnór átti góðan dag í dag
Arnór átti góðan dag í dag mynd/dhb

Aðalsteinn Eyjólfsson og Arnór Þór Gunnarsson voru í eldlínunni í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Aðalsteinn og lærisveinar hans í Erlingen léku sinn fyrsta leik í úrvalsdeildinni í dag og mættu þeir Gummersbach.

Gummersbach var ekki mikil fyrirstaða fyrir Aðalstein og hans menn unnu örugglega 30-22

Arnór Þór var á sínum stað í liði Bergischer er þeir heimsóttu Hannover-Burgdorf.

Bergischer hafði unnið fyrsta leik sinn. Arnór átti góðan dag í dag, sérstaklega af vítalínunni en þar skoraði hann hvorki meira né minna en 8 mörk, úr 8 skotum!

Samtals skoraði Arnór 9 mörk í leiknum og var markahæstur allra leikmanna á vellinum. Það dugði hins vegar ekki til þar sem Hannover-Burgdorf vann leikinn 29-26.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.