Landsliðsmarkvörður spilar mögulega með hjálm í þýsku deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2018 08:30 Aron Rafn var valinn besti leikmaður úrslitaeinvígisins en góð frammistaða hans hjá ÍBV skilaði honum öðru tækifæri í atvinnumennsku. Vísir/Ernir Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson er að hefja sitt fyrsta tímabil í þýsku deildinni en það byrjaði ekki vel. Aron Rafn fékk skot í höfuðið af um eins metra færi í æfingaleik með HSV Hamurg á móti Vardar. Aron Rafn fékk heilahristing og gat hvorki æft né spilað í fjórar vikur. Hann segist þó vera að koma til. „Fyrstu tvær vikurnar á eftir voru algjört helvíti með hausverk, svima og ógleði,“ sagði Aron Rafn Eðvarðsson í viðtali við Ívar Benediktsson í Morgunblaðinu í dag. Aron Rafn sagði við Ívar að það hafi komið til umræðu í samtali við lækni að hann æfi eða jafnvel spili leikina með höfuðhjálm eða svampband til að verja höfuðið þegar fram í sækir. Aron Rafn mun þá mögulega spila með svipaðan hjálm og Petr Cech, markvörður enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal. Cech hefur spilað með slíkna hjálm alveg síðan að hann fékk mjög slæmt höfuphögg í leik með Chelsea á móti Reading í október 2006. „Allir í kringum liðið hafa verið duglegir að aðstoða mig eftir megni. Forráðamenn liðsins gera sér fyllilega grein fyrir hversu alvarlegt þetta er,“ sagði Aron Rafn í umræddu viðtali. Aron Rafn varð þrefaldur meistari með ÍBV á síðasta tímabili og hefur verið í landsliðinu þegar hann er ekki meiddur. Vegna þessara meiðsla er óvíst hvort hann verði með í næsta verkefni íslenska landsliðsins sem eru leikir í undankeppni EM 2020 í lok október. Það er vonandi fyrir Aron Rafn, HSV hamburg og íslenska landsliðið að hann verði þá aftur kominn á fulla ferð. Handbolti Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira
Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson er að hefja sitt fyrsta tímabil í þýsku deildinni en það byrjaði ekki vel. Aron Rafn fékk skot í höfuðið af um eins metra færi í æfingaleik með HSV Hamurg á móti Vardar. Aron Rafn fékk heilahristing og gat hvorki æft né spilað í fjórar vikur. Hann segist þó vera að koma til. „Fyrstu tvær vikurnar á eftir voru algjört helvíti með hausverk, svima og ógleði,“ sagði Aron Rafn Eðvarðsson í viðtali við Ívar Benediktsson í Morgunblaðinu í dag. Aron Rafn sagði við Ívar að það hafi komið til umræðu í samtali við lækni að hann æfi eða jafnvel spili leikina með höfuðhjálm eða svampband til að verja höfuðið þegar fram í sækir. Aron Rafn mun þá mögulega spila með svipaðan hjálm og Petr Cech, markvörður enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal. Cech hefur spilað með slíkna hjálm alveg síðan að hann fékk mjög slæmt höfuphögg í leik með Chelsea á móti Reading í október 2006. „Allir í kringum liðið hafa verið duglegir að aðstoða mig eftir megni. Forráðamenn liðsins gera sér fyllilega grein fyrir hversu alvarlegt þetta er,“ sagði Aron Rafn í umræddu viðtali. Aron Rafn varð þrefaldur meistari með ÍBV á síðasta tímabili og hefur verið í landsliðinu þegar hann er ekki meiddur. Vegna þessara meiðsla er óvíst hvort hann verði með í næsta verkefni íslenska landsliðsins sem eru leikir í undankeppni EM 2020 í lok október. Það er vonandi fyrir Aron Rafn, HSV hamburg og íslenska landsliðið að hann verði þá aftur kominn á fulla ferð.
Handbolti Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira