Handbolti

Átján íslensk mörk í Þýskalandi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Guðjón Valur fagnar marki í Ofurbikarnum fyrr á tímabilinu.
Guðjón Valur fagnar marki í Ofurbikarnum fyrr á tímabilinu. vísir/gety
Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Petersson skoruðu sex mörk hvor fyrir Rhein-Neckar Löwen í öruggum átta marka sigri á Melsungen í þýsku Bundesligunni í handbolta.

Rhein-Neckar var með fjögurra marka forsytu í hálfleik. Sigur þeirra var í raun aldrei í hættu frá því þeir komust yfir um miðbik fyrri hálfleiks. Mestur var munurinn tíu mörk í seinni hálfleik.

Arnór Þór Gunnarsson heldur áfram að fara mikinn í liði Bergischer. Hann skoraði sex mörk í níu marka sigri þeirra á Erlangen. Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar lið Erlangen.

Rhein-Neckar er ósigrað eftir þrjá leiki líkt og Flensburg-Handewitt og Magdeburg. Bergischer hefur líka spilað þrjá leiki, unnið tvo og tapað einum. Erlangen hefur unnið einn og tapað einum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×