Handbolti

Teitur byrjar af krafti hjá Kristianstad

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Teitur Örn Einarsson fór frá Selfossi til Kristianstad í sumar
Teitur Örn Einarsson fór frá Selfossi til Kristianstad í sumar vísir/eyþór

Sænsku meistararnir í Kristianstad byrjuðu tímabilið í sænsku úrvalsdeildinni með níu marka sigri á Önnereds í kvöld.

Selfyssingurinn Teitur Örn Einarsson gekk til liðs við Kristanstad í sumar og hann byrjaði fyrsta leik á því að skora sex mörk, var markahæstur með Stig-Tore Moen Nilsen.

Arnar Freyr Arnarsson skoarði tvö mörk í leiknum sem lauk með 33-24 sigri Kristianstad.

Ólafur Guðmundsson var ekki í leikmannahóp Kristianstad í kvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.