Handbolti

Óðinn með fimm mörk í stórsigri

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Óðinn Þór Ríkharðsson fór frá FH í sumar
Óðinn Þór Ríkharðsson fór frá FH í sumar Vísir/Anton

Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði fimm mörk úr sex skotum í sigri GOG á Ringsted í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Óðinn kom til GOG frá FH í sumar og byrjar vel á nýjum stað. GOG vann leikinn í kvöld örugglega, lokatölur voru 20-28.

Tandri Már Konráðsson komst ekki á blað í þriggja marka sigri Skjern á Mors-Thy 27-24.

Í norsku úrvalsdeildinni átti Sigvaldi Guðjónsson stórleik fyrir Elverum. Hann skoraði átta mörk í níu skotum í 10 marka stórsigri á Nærbö.

Þráinn Orri Jónsson komst ekki á blað fyrir Elverum.

Níu íslensk mörk litu dagsins ljós í sigri WestWien á UHK Krems í austurrísku úrvalsdeildinni.

Guðmundur Hólmar Helgason gekk til liðs við WestWien í sumar og skoraði hann þrjú mörk í leiknum í kvöld. Ólafur Bjarki Ragnarsson gerði tvö og Viggó Kristjánsson fjögur.

Gestirnir frá UHK Krems voru þremur mörkum yfir í hálfleik en WestWien náði að koma til baka og vinna leikinn með tveimur mörkum, 29-27.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.