Ariana Grande minnist Mac Miller á Instagram

Bandaríska poppsöngkonana Ariana Grande setti í dag mynd af rapparanum Mac Miller á Instagram-síðu sína, en hann lést í gær. Talið er að rekja megi andlátið til þess að Miller hafi innbyrt of stóran skammt fíkniefna.
Grande og Miller voru saman í tvö ár en sambandi þeirra lauk í maí á þessu ári. Stuttu síðar opinberaði söngkonan samband sitt við núverandi unnusta sinn, grínistann Pete Davidson en þau trúlofuðu sig stuttu seinna.
Þegar fregnir bárust af andláti rapparans herjuðu aðdáendur hans á samfélagsmiðlasíður Grande, þar sem þeir kenndu henni um ótímabært andlát hans. Grande þurfti þá að loka fyrir athugasemdir á Instagram-reikningi sínum og hefur ekki enn opnað fyrir þær.
Myndina af Miller sem söngkonan setti inn má sjá hér að neðan.
Tengdar fréttir

Sleit sambandinu vegna fíknivandans: Aðdáendur Mac Miller herja á Ariönu Grande eftir dauðsfallið
Eftir að fregnir af andláti rapparans Mac Miller bárust í gær hafa aðdáendur rapparans herjað á samfélagsmiðlareikninga söngkonunnar Ariönu Grande og margir sagt hana bera ábyrgð á dauðsfalli hans.

Rapparinn Mac Miller látinn
Bandaríski rapparinn Mac Miller, lést í dag á heimili sínu í San Fernando Valley í nágrenni Los Angeles.