Handbolti

Guðjón Valur markahæstur í sigri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðjón Valur fagnar marki í Ofurbikarnum fyrr á tímabilinu.
Guðjón Valur fagnar marki í Ofurbikarnum fyrr á tímabilinu. vísir/gety

Rhein-Neckar Löwen hefur unnið tvo fyrstu leiki sína í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta en í kvöld unnu þeir öruggan sigur á TVB 1898 Stuttgart, 26-20, á útivelli.

Guðjón Vaur Sigurðsson fór á kostum eins og oft áður í liði Ljónanna en hann skoraði sex mörk og var markahæstur. Alexander Petersson skoraði tvö mörk.

Bjarki Már Elísson og félagar í Fuchse Berlín nældu sér í fyrstu stig tímabilsins er liðið vann tveggja marka sigur á GWD Minden, 29-27.


Leikið var í Berlín en Bjarki Már Elísson komst ekki á blað hjá Berlínar-refunum sem töpuðu fyrir Göppingen í fyrstu umferðinni, 21-18.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.