Viðskipti erlent

Stýrivextir Argentínu hækkaðir í 60 prósent

Samúel Karl Ólason skrifar
Það sem af er þessu ári hefur pesóinn tapað um helmingi af virði sínu.
Það sem af er þessu ári hefur pesóinn tapað um helmingi af virði sínu. Vísir/AP

Seðlabanki Argentínu hafa hækkað stýrivexti þar í landi upp í 60 prósent og er ríkið með hæstu stýrivexti í heiminum eftir fimmtán prósentustiga hækkun. Markmið hækkunarinnar er að byggja upp traust á efnahagi Argentínu og tryggja gjaldmiðil landsins í sessi.

Argentínski pesóinn lækkaði í virði um rúm tíu prósent í dag, þrátt fyrir aðgerðir seðlabankans og er það mesta lækkun gjaldmiðilsins frá 2015. Verðbólga í Argentínu er 30 prósent og það sem af er þessu ári hefur pesóinn tapað um helmingi af virði sínu.

Ríkisstjórn Argentínu hefur sömuleiðis leitað eftir hjálp frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og beðið um að 50 milljarða dala láni til ríkisins verði flýtt. Vonast var til að það myndi bæta ástandið. Argentína er hins vegar verulega skuldsett og skuldar mikið í dölum. Dalurinn hefur verið að styrkjast að undanförnu og er því erfiðara fyrir ríkið að greiða af skuldum sínum.

Lánbeiðnin virðist þó ekki hafa hjálpað. Þess í stað hafa áhyggjur af því að Argentína geti ekki greitt skuldir sínar aukist meðal fjárfesta. Fjárfestar telja nú, samkvæmt miðlum ytra, að ríkisskuldabréf Argentínu séu í öðru sæti yfir verstu ríkisskuldabréfin til að fjárfesta í á heimsvísu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
FESTI
2,4
9
460.500
MAREL
2,11
21
654.042
EIK
1,75
5
182.750
HAGA
1,17
10
543.240
SKEL
0,99
2
24.540

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,57
1
5.402
KVIKA
-0,66
2
38.617
SJOVA
-0,27
1
27.525
ICEAIR
-0,22
5
3.403
ARION
-0,13
12
146.263
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.