Handbolti

Ljónin með þriðja sigurinn í röð í Ofurbikarnum en óvænt tap Skjern

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðjón Valur átti góðan leik í kvöld og hér fagnar hann einu af mörkum sínum.
Guðjón Valur átti góðan leik í kvöld og hér fagnar hann einu af mörkum sínum. vísir/getty

Rhein Neckar-Löwen er sigurvegarinn í þýska Ofurbikarnum þriðja árið í röð en þeir unnu sjö marka sigur, 33-26, á Flensburg í kvöld.

Í þýska Ofurbikarnum mætast þau lið sem unnu deildina og bikarinn á síðustu leiktíð en Löwen vann deildina á meðan Flensburg stóð uppi sem sigurvegari í bikanum.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en góður lokakafli í fyrri hálfleik gerði það að verkum að Ljónin leiddu með tveimur mörkum í hálfleik, 18-16.

Þeir stigu svo heldur betur á bensíngjöfina í síðari hálfleik. Þeir leiddu allan tímann og þegar Flensburg nálgaðist gáfu þeir bara í. Munurinn að endingu sjö mörk, 33-26.

Skjern, með þá Björgvin Pál Gústavsson og Tandra Má Konráðsson innan borðs, eru óvænt úr leik í danska bikarnum eftir tveggja marka tap gegn Skanderborg, 26-28.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.