Handbolti

Bjarki Már með tvö mörk í óvæntu tapi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bjarki Már í leik með Berlínarliðinu.
Bjarki Már í leik með Berlínarliðinu. vísir/getty

Bjarki Már Elísson og félagar í Fuchse Berlín töpuðu nokkuð óvænt gegn FRISCH AUF! Göppingen, 21-18, í fyrstu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Göppingen var þó oftast skrefi á undan. Þeir leiddu með tveimur mörkum í hálfleik, 11-9.

Í síðari hálfeik náðu heimamenn í Göppingen mest fimm marka forystu en lokatölur urðu þriggja marka sigur Göppingen, 21-18.

Bjarki Már skoraði tvö mörk fyrir Berlínar-refina en markahæstur þeirra var Mijajlo Marsenic með fjögur mörk.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.