Handbolti

Stórsigur Löwen í fyrsta leik

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Alexander Petersson fagnar marki
Alexander Petersson fagnar marki Vísir/Getty
Rhein-Neckar Löwen byrjaði tímabilið í þýsku úrvalsdeildinni vel, liðið vann sjö marka sigur á Lemgo á heimavelli.

Ljónin byrjuðu af krafti og komust í 4-0 áður en Lemgo náði að skora sitt fyrsta mark eftir tæpar sex mínútur. Næsta mark Lemgo kom eftir tæpar 12 mínútur. Sem betur fer fyrir stuðningsmenn Lemgo hélt markaskorunin þó ekki áfram með sex mínútna milli bili út leikinn.

Í hálfleik var staðan 16-8 fyrir Rhein-Neckar og úrslitin í raun ráðin nema eitthvað stórt hefði gerst í seinni hálfleik.

Ljónin slökuðu ekkert á í seinni hálfleik og komust í þrettán marka forystu, 23-10, eftir 40 mínútur. Undir lokin náði Lemgo aðeins að saxa á forskotið, lokatölur urðu 28-21.

Alexander Petersson skoraði eitt mark í leiknum en Guðjón Valur Sigurðsson komst ekki á blað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×