Handbolti

Liðsfélagi Guðjóns og Alexanders skellti sér á skeljarnar eftir leik | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Mads Mensah á skeljunum.
Mads Mensah á skeljunum. mynd/skjáskot

Rómantíkin var svo sannarlega við völd í þýsku 1. deildinni í handbolta í gær eftir auðveldan sigur Íslendingaliðsins Rhein-Neckar Löwen gegn Lemgo, 28-21.

Þegar að þýska sjónvarpið var að taka viðtal við markvörð Lemgo í beinni útsendingu varð allt í einu uppi fótur og fit þegar að danski landsliðsmaðurinn Mads Mensah Larsen bað kærustu sína að koma niður á gólf.

Myndavélarnar beindust að þeim danska sem skellti sér á skeljarnar og bað kærustunnar. Hún sagði já, sem betur fer og fór grátandi af gleði upp í stúku þar sem að eiginkona Guðjóns Vals Sigurðssonar tók á móti henni og faðmaði.

Guðjón Valur skoraði ekki í leiknum en Alexander Petersson setti eitt. Mads Mensah skoraði tvö mörk og fiskaði eina unnustu.

Bónorðið má sjá í spilaranum hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.