Handbolti

Aron burstaði Dag og strákarnir hans spila til úrslita

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Kristjánsson.
Aron Kristjánsson. Vísir/Getty

Aron Kristjánsson og lærisveinar hans í landsliði Barein eru komnir alla leið í úrslitaleikinn í handboltakeppni Asíuleikanna og hafa unnið alla sjö leiki sína í keppninni.

Barein vann ellefu marka stórsigur á Japan í undanúrslitaleiknum í dag, 31-20, og mætir Katar í úrslitaleik mótsins.

Dagur Sigurðsson þjálfar japanska landsliðið en hans strákar eiga enn möguleika á verðlaunum vinni þeir bronsleikinn á móti Suður-Kóreu.

Husain Al-Sayyad var atkvæðamestur í liði Barein en hann skoraði tíu mörk úr þrettán skotum.

Barein var með sex marka forystu í hálfleik, 15-9, og vann síðan seinni hálfleikinn með fimm mörkum, 16-11.

Barein er búið að vinna alla sjö leiki sína á mótinu en þetta eru jafnframt sjö fyrstu keppnisleikir liðsins undir stjórn Arons. Barein vann alla leiki sína í milliriðlinum á móti Íran (29-23), Suður-Kóreu (27-25) og Hong Kong (43-19). Í riðlakeppninni vann liðið Írak (30-24), Indland (32-25) og Taívan (37-21). 

Þetta verður í fyrsta sinn sem Barein spilar til úrslita í handboltakeppni Asíuleikanna en besti árangurinn var þriðja sætið á leikunum fyrir fjórum árum síðan.

Árangur Barein í handboltakeppni Asíuleikanna:
1982 - 7. sæti
1986-1998 - Tók ekki þátt
2002 - 6. sæti
2006 - 7. sæti
2010 - 6. sæti
2014 - Brons
2018 - Gull eða silfur

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.