Handbolti

Arnór Þór í liði umferðarinnar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Arnór Þór byrjar nýtt tímabil eins og hann kláraði það síðasta: af krafti
Arnór Þór byrjar nýtt tímabil eins og hann kláraði það síðasta: af krafti mynd/dhb
Arnór Þór Gunnarsson er í liði 1. umferðar þýsku Bundesligunnar í handbolta eftir frábæra frammistöðu með Bergischer í gær.

Arnór skoraði 13 mörk í 19 skotum í sigri Bergischer á Eulen Ludwigshafen í gær. Hann er markahæstur í deildinni eftir fyrstu umferðina. Því skal þó haldið til haga að Kiel og Erlangen spila ekki sinn leik úr fyrstu umferðinni fyrr en 30. september.

Frammistaðan skilaði Arnóri í úrvalslið umferðarinnar. Þar er hann með Matthias Musche, Holger Glandorf og Lenny Rubin sem var að spila sinn fyrsta leik í Bundesligunni.

Bergischer er nýliði í efstu deild á tímabilinu og byrjuðu Arnór og félagar af krafti. Næsti leikur Bergischer er við Hannover-Burgdorf um næstu helgi






Fleiri fréttir

Sjá meira


×