Handbolti

Arnór Þór í liði umferðarinnar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Arnór Þór byrjar nýtt tímabil eins og hann kláraði það síðasta: af krafti
Arnór Þór byrjar nýtt tímabil eins og hann kláraði það síðasta: af krafti mynd/dhb

Arnór Þór Gunnarsson er í liði 1. umferðar þýsku Bundesligunnar í handbolta eftir frábæra frammistöðu með Bergischer í gær.

Arnór skoraði 13 mörk í 19 skotum í sigri Bergischer á Eulen Ludwigshafen í gær. Hann er markahæstur í deildinni eftir fyrstu umferðina. Því skal þó haldið til haga að Kiel og Erlangen spila ekki sinn leik úr fyrstu umferðinni fyrr en 30. september.

Frammistaðan skilaði Arnóri í úrvalslið umferðarinnar. Þar er hann með Matthias Musche, Holger Glandorf og Lenny Rubin sem var að spila sinn fyrsta leik í Bundesligunni.

Bergischer er nýliði í efstu deild á tímabilinu og byrjuðu Arnór og félagar af krafti. Næsti leikur Bergischer er við Hannover-Burgdorf um næstu helgi
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.