Viðskipti erlent

Netflix þróar auglýsingar sem beint verður að áhorfendum

Birgir Olgeirsson skrifar
Fyrirtækið leitar leiða til að hjálpa áskrifendum að finna nýtt efni hraðar.
Fyrirtækið leitar leiða til að hjálpa áskrifendum að finna nýtt efni hraðar. Vísir/Getty

Streymisveitan Netflix hefur staðfest að fyrirtækið sé með í þróun auglýsingar sem beint verður að áskrifendum. Eru auglýsingarnar sagðar á þá leið að eftir áhorf þáttar eða kvikmyndar birtist auglýsing þar sem vakin er athygli á öðru efni veitunnar.

Greint er frá þessu á vef Vulture en þar kemur fram að þeir sem horfi á marga þætti í einu hafi séð þessar auglýsingar en í svari við fyrirspurn Ars Technica segja forsvarsmenn Netflix að þessar auglýsingar séu í þróun hjá fyrirtækinu og ekki fyrirséð hver niðurstaðan verði.

Í svari segist fyrirtækið vera að leita leiða til að hjálpa áskrifendum að finna nýtt efni til að horfa á hraðar. Það hafi til að mynda tekist með því að koma sjálfspilandi sýnishornum fyrir á sjónvarpsviðmóti veitunnar.

Netflix staðfesti ekki hversu lengi þróunarferli auglýsinganna mun standa yfir og hvort þær séu komnar til frambúðar. Tekið var fram að fyrirtækið fylgdist vel með umræðunni um þær og myndi taka það með í reikninginn þegar ákveðið verður hvort halda eigi áfram með þær.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
2,82
16
165.445
MARL
1,53
19
839.859
FESTI
1,29
8
129.673
REGINN
0,97
6
42.187
REITIR
0,91
13
330.968

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-1,99
5
41.060
VIS
-1,26
2
61.531
SJOVA
-0,85
4
78.408
GRND
-0,84
3
1.237
TM
-0,76
3
28.240
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.