Viðskipti innlent

Guide to Iceland semur við Philippine Airlines um markaðstorg

Samúel Karl Ólason skrifar
Xiaochen Tian, framkvæmdarstýra Guide to Iceland, Jaime Bautista, forstjóri Philippine Airlines, Bonifacio Sam, forstjóri PAL Express, og Gísli Eyland, viðskiptaþróunarstjóri Travelshift.
Xiaochen Tian, framkvæmdarstýra Guide to Iceland, Jaime Bautista, forstjóri Philippine Airlines, Bonifacio Sam, forstjóri PAL Express, og Gísli Eyland, viðskiptaþróunarstjóri Travelshift.

Íslenska fyrirtækið Guide to Iceland hefur, í gegnum dótturfélagið Travelshift, komist að samkomulagi við Philippine Airlines um stofnun markaðstorgs fyrir ferðaþjónustu í sameiginlegri eigu beggja aðila. Markaðstorgið nýja nefnist Guide to philippines og er því ætlað að feta í fótsport þess mikla árangurs sem Guide to Iceland og Travelshift hafa náð við markaðssetningu á Íslandi, samkvæmt tilkynningu.

Travelshift er hugbúnaðararmur Guide to Iceland. Fyrirtækið hefur síðustu misseri unnið að þvi að koma á laggirnar nýjum samstarfsverkefnum utan Íslands, en Filippseyjar verða fjórða landið sem Travelshift hugbúnaðurinn nemur utan landsteinanna.

„Við ráðumst í þetta verkefni af miklum hug,” segir Sigurður Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Travelshift. „Við höfum unnið þrotlaust að því að færa Travelshift frá því að vera hreinn innanhúshugbúnaður yfir í að verða hugbúnaðarlausn sem við getum nýtt alþjóðlega. Nú höfum við fundið frábæran samstarfsaðila í Philippine Airlines, stærsta flugfélagi Filippseyja, og verkefnið fer vel af stað.”

Til stendur að fleyta Guide to Philippines af stað á þriðja fjórðungi þessa árs.

„Hið nýja félag mun­ geta nýtt þá þróun sem hefur átt sér stað á Travelshift hugbúnaðnum á síðustu árum. Það þýðir að við munum geta stytt verulega þann tíma sem það tekur að komast af stað af fullum krafti. Af sama skapi mun sterk staða Philippine Airlines, og það tengslanet sem fyrirtækið býr yfir innan ferðamannaiðnaðarins á Filippseyjum, reynast gríðarleg lyftistöng fyrir Guide to Philippines. Markaðurinn er risastór, og við hlökkum til að byggja stórt alþjóðlegt fyrirtæki með höfuðstöðvar á Íslandi,“ segir Sigurður ennfremur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.