Innlent

Óvissustigi lýst yfir vegna jökulhlaups úr eystri Skaftárkatli

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá vettvangi Skaftárhlaups árið 2015.
Frá vettvangi Skaftárhlaups árið 2015. vísir/vilhelm

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur lýst yfir óvissustigi vegna jökulhlaups úr eystri Skaftárkatli. Landhelgisgæslan mun fljúga með vísindamenn á morgun til að kanna aðstæður.

Lögreglan á Suðurlandi, Landverðir og hálendisvakt Landsbjargar verða við eftirlit á svæðinu um helgina.

Veðurstofan hefur aukið vöktun á svæðinu og fylgist vel með í samráði við lögregluna á Suðurlandi og almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra.

Frekari mælingar verða gerðar í og við jökulinn á næstu dögum sem gefa vonandi betri mynd af atburðarásinni sem er í gangi.

Fólk er beðið um að sýna aðgát og tillitsemi og virða lokanir.

Óvissustig almannavarna er lýst yfir þegar grunur vaknar um að eitthvað sé að gerast af náttúru- eða mannavöldum sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar sé ógnað.

Að lýsa yfir óvissustigi er hluti af verkferlum í skipulagi almannavarna til að tryggja formleg samskipti og upplýsingagjöf á milli viðbragðsaðila.


Tengdar fréttir

Ferðafólk haldi sig fjarri farvegi Skaftár

Veðurstofan tilkynnti í gær að Skaftárhlaup væri hafið og að hlaupið brytist væntanlega undan jöklinum aðfaranótt morgundagsins, það nái svo hámarki snemma á sunnudag.

Rennsli eykst hratt í Skaftá

Vatn úr Skaftárhlaupi náði fyrsta mæli við Sveinstind um klukkan 13:15 í dag, að sögn Snorra Zóphoníassonar, sérfræðings Veðurstofunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×