Uppsláttur Kieler Nachrichten snýst um það að Gísli sé nú að brjótast undan skugga foreldra sinna sem bæði eru „heimsfræg“ á Íslandi.
Faðir hans Kristján Arason er einn besti handboltamaður sem Ísland hefur alið og móðir hans er fyrrum ráðherra og núverandi þingmaður Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Í greininni segir að Þorgerður Katrín sé stjarnan í fjölskyldunni.
„Allir þekkja mömmu og ég er rosalega stoltur af henni. Hún er ótrúleg en við töldum eiginlega aldrei um pólítík þótt að ég hafi sjálfsögðu mínar skoðanir,“ sagði Gísli en blaðamaður segir að mamma hans hafi ekki misst af fyrsta landsleiknum þótt að hann hafi verið spilaði í miðri kosningarbaráttu.
Gísli fetar í fótspor Arons Pálmarssonar sem fór einnig frá FH til THW Kiel. „Þetta er stórt skref en jafnframt æskudraumur að rætast. Þegar ég var strákur þá vann Aron í íþróttahúsinu og þegar hann fór til Kiel þá vissi ég að ég vildi komast þangað líka. Ég vildi verða eins og hann,“ sagði Gísli.
Gísli segir að nýju liðsfélagar hans taki honum vel og enginn líti niður á hann. „Það er enginn hroki í gangi,“ segir Gísli.
Erfahrt mehr über unseren Neuzugang Gisli Thorgeir Kristjansson - ein cooler Typ! #wirsindkiel#nurmiteuch#newshttps://t.co/o6qhRC8iPk
— THW Kiel (@thw_handball) August 3, 2018
Gísli er nú herbergisfélagi eins besta handboltamanns heims en það er Króatinn Dormant Duvnjak. „Ég trú því varla að við séum herbergisfélagar,“ segir Gísli.
Gísli var líka öflugur fótboltamaður og golfari en valdi handboltann. „Ég varð að velja þegar ég var sextán ára. Mér fannst skemmtilegra í handboltanum, þar eru meiri átök og engir tilgangslausir sprettir,“ sagði Gísli.
Það má lesa allt viðtalið við hann hér.