Handbolti

Tveggja marka sigur á Svíum á EM U20

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Strákarnir fagna í leikslok
Strákarnir fagna í leikslok mynd/hsí

Íslensku strákarnir í U20 ára landsliðinu í handbolta vann Svía með tveimur mörkum í öðrum leik á EM í Slóveníu í dag.

Ísland var með 19-12 forystu í hálfleik eftir frábæra byrjun strákanna. Í seinni hálfleik komust þeir mest tíu stigum yfir en undir lok leiksins þá komust Svíar á smá sprett og náðu að minnka muninn.

Íslensku strákarnir héldu hins vegar út og fóru með sinn fyrsta sigur á mótinu, 35-33, eftir skell gegn Rúmeníu í fyrsta leik.

Ísland mætir Þjóðverjum, toppliði riðilsins, í lokaleik riðlakeppninnar á sunnudag. Þeir tryggja sæti sitt í 8-liða úrslitunum með sigri en jafntefli gæti einnig dugað.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.