Handbolti

Tap gegn heimamönnum og Ísland spilar um fimmta til áttunda sætið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Strákarnir okkar fagna sigri fyrr í mótinu.
Strákarnir okkar fagna sigri fyrr í mótinu. vísir/hsí

Íslenska landsliðið í handbolta skipað leikmönnum tuttugu ára og yngri tapaði fyrir Slóveníu, 25-21, í milliriðli á EM U20.

Íslenska landsliðið gróf sína eigin gröf í leiknum en þeir áttu slakan fyrri hálfleik. Þeir eltu nær allan fyrri hálfleikinn og náðu sér ekki á strik.

Síðari hálfleikurinn var mun skárri og er þrjár mínútur voru eftir af munurinn einugis þrjú mörk. Ekki náðu okkar menn að komast nær og lokatölur fjögurra marka sigur heimamanna, 25-21.

Þýskaland og Slóvenía fara því upp úr riðlinum en Ísland spilar um fimmta til áttunda sætið á mótinu. Liðið spilar við Króatíu á föstudaginn. Vinni liðið þann leik spila þeir um fimmta sætið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.