Verðhækkanir ársins á hlutabréfum í Kauphöllinni gengnar til baka að fullu Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 28. júlí 2018 08:00 Kauphöllin á Laugavegi. fréttablaðið/anton brink Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um 2,57 prósent í gær sem þýðir að hækkun vísitölunnar frá áramótum er gengin til baka og vel það. Allar verðbreytingar á hlutabréfamarkað Kauphallarinnar í gær voru neikvæðar en mest lækkaði Marel sem birti uppgjör fyrir annan ársfjórðung deginum áður. Verð hlutabréfa í Marel lækkaði um 3,7 prósent í 950 milljóna króna viðskiptum. Þá lækkaði verð hlutabréfa í Vátryggingafélagi Íslands um tæp 3,3 prósent í 68 milljóna króna viðskiptum og verð bréfa í N1 um 2,3 prósent í 137 milljóna króna viðskiptum. Icelandair lækkaði um 2,2 prósent en umfang viðskipta nam tæpum 118 milljónum. Aðrar verðlækkanir voru innan við tvö prósent. Úrvalsvísitalan náði hámarki um miðjan apríl og hafði þá hækkað um rúm 11 prósent frá áramótum. Síðan hefur vísitalan sigið niður á við og stóð hún í 1.583 við lokun markaða í gær. Þannig er verðbreytingin frá áramótum orðin neikvæð um rúm þrjú prósent. Sé horft 12 mánuði aftur í tímann hefur vísitalan hins vegar lækkað um rúmlega tólf prósent. Úrvalsvísitalan tók dýfu í byrjun júlí þegar Icelandair lækkaði afkomuspá sína fyrir árið 2018 vegna lakari horfa en upphaflega var búist við. Gengu spár um hækkandi meðalverð flugmiða ekki eftir. Flugfélagið lækkaði um 24,6 prósent á einum degi og dró úrvalsvísitöluna niður með sér en hún samanstendur af þeim átta félögum í Kauphöllinni sem hafa mestan seljanleika. – tfh Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja viðgerð geta tekið allt að ár Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Sjá meira
Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um 2,57 prósent í gær sem þýðir að hækkun vísitölunnar frá áramótum er gengin til baka og vel það. Allar verðbreytingar á hlutabréfamarkað Kauphallarinnar í gær voru neikvæðar en mest lækkaði Marel sem birti uppgjör fyrir annan ársfjórðung deginum áður. Verð hlutabréfa í Marel lækkaði um 3,7 prósent í 950 milljóna króna viðskiptum. Þá lækkaði verð hlutabréfa í Vátryggingafélagi Íslands um tæp 3,3 prósent í 68 milljóna króna viðskiptum og verð bréfa í N1 um 2,3 prósent í 137 milljóna króna viðskiptum. Icelandair lækkaði um 2,2 prósent en umfang viðskipta nam tæpum 118 milljónum. Aðrar verðlækkanir voru innan við tvö prósent. Úrvalsvísitalan náði hámarki um miðjan apríl og hafði þá hækkað um rúm 11 prósent frá áramótum. Síðan hefur vísitalan sigið niður á við og stóð hún í 1.583 við lokun markaða í gær. Þannig er verðbreytingin frá áramótum orðin neikvæð um rúm þrjú prósent. Sé horft 12 mánuði aftur í tímann hefur vísitalan hins vegar lækkað um rúmlega tólf prósent. Úrvalsvísitalan tók dýfu í byrjun júlí þegar Icelandair lækkaði afkomuspá sína fyrir árið 2018 vegna lakari horfa en upphaflega var búist við. Gengu spár um hækkandi meðalverð flugmiða ekki eftir. Flugfélagið lækkaði um 24,6 prósent á einum degi og dró úrvalsvísitöluna niður með sér en hún samanstendur af þeim átta félögum í Kauphöllinni sem hafa mestan seljanleika. – tfh
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja viðgerð geta tekið allt að ár Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Sjá meira